29.04.1977
Efri deild: 75. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3993 í B-deild Alþingistíðinda. (2973)

194. mál, atvinnuleysistryggingar

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Svar mitt er ákaflega stutt og einfalt. Ég hef enga yfirlýsingu gefið, hvorki þessum tveimur þm., sem hv. þm. nefndi, né öðrum. Þessi mál liggja alls ekki ljóst fyrir, með hvaða hætti því verði komið á að konum í landinu verði öllum veitt sambærilegt fæðingarorlof. Og þá sérstak­lega liggur það alls ekki fyrir, hvernig á að tryggja tekjustofn í því skyni. Eftir að þetta frv. er orðið að lögum verður auðvitað að kanna það mál til hlítar. Ég er hræddur um að það verði erfitt og jafnvel ógjörningur að það verði gert á þann veg, að Atvinnuleysistryggingasjóð­ur standi undir öllum greiðslum af fæðingar­orlofi. En þetta er miklu flóknara og erfiðara mál en það, að ég geti svarað þm. hér á stundinni þó ég gjarnan vildi það.