30.04.1977
Efri deild: 80. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4033 í B-deild Alþingistíðinda. (3046)

234. mál, Iðnlánasjóður

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Ég vil þakka iðnn. skjóta og góða afgreiðslu á þessu máli.

Út af því sem hv. frsm. n. minntist á varðandi starfsemi veiðarfæradeildarinnar, að hún þyrfti að lána einnig til viðgerða og viðhalds á veiðar­færum, þá mun ég koma þeim aths. á framfæri við stjórn Iðnlánasjóðs og ræða við hana um hvernig hægt sé að leysa það mál.

Varðandi brtt. frá Eggert G. Þorsteinssyni og Jóni Árm. Héðinssyni á þskj. 551, þá er þar hreyft mjög athyglisverðu máli, að stofna við Iðnlánasjóð sérstaka deild til umhverfislána. Ég vil beina þeim tilmælum til hv. flm., að þeir taki till. aftur til 3. umr., og biðja iðnn. um að ræða till. milli 2. og 3. umr. Ég held að það væri rétt að hún yrði rædd við stjórn Iðnlána­sjóðs, en ég efa það ekki að henni verður vel tekið.