30.04.1977
Neðri deild: 81. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4036 í B-deild Alþingistíðinda. (3058)

101. mál, virkjun Hvítár í Borgarfirði

Gunnlaugur Finnsson:

Hæstv. forseti. Þar sem ég var hér ekki á vettvangi þegar 2. umr. lauk vil ég gera grein fyrir atkv. mínu. Enda þótt ég út af fyrir sig vefengi ekki að hér kunni að vera um hagkvæma virkjun að ræða, þá lít ég svo á að endanlega ákvörðun um þessa virkjun beri að taka samhliða áætlunargerð um aðrar virkjanir vegna þess að þessi virkjun, væntanleg, er á svæði sem orðið er samtengt við aðrar virkjanir og aðra orkuframleiðslu, og enn fremur þar sem líta má svo á að í samþykkt þessa frv. felist viss stefnumörkun í orkuvinnslu, þ. e. a. s. að landshitaveitur eigi að annast orkuvinnslu, þá treysti ég mér ekki til þess að greiða þessu frv. atkv. mitt. En í trausti þess, að hér sé ekki um raunverulega stefnumörkun að ræða og að þessi mál verði athuguð betur í framtíðinni, þá tek ég ekki þátt í atkvgr. og greiði ekki atkv.