02.05.1977
Efri deild: 82. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4049 í B-deild Alþingistíðinda. (3085)

234. mál, Iðnlánasjóður

Steingrímur Hermannsson:

Herra forseti. Iðnn. d. hefur fjallað um brtt. á þskj. 551 við frv. til l. um breyt. á 1. nr. 68 10. okt. 1967, um Iðnlánasjóð. Till. þessi var borin fram af hv. þm. Eggert G. Þorsteinssyni og Jóni Árm. Héðins­syni. Með þessari till. er gert ráð fyrir því, að við sjóðinn verði sett á fót sérstök ný deild sem veiti iðnfyrirtækjum lán til framkvæmda, er auka hollustu og öryggi og bæta starfsum­hverfi á vinnustöðum. Jafnframt er lagt til að stjórn Iðnlánasjóðs afli deildinni tekna, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um Iðnlánasjóð.

Iðnn. hefur fengið umsögn stjórnar Iðnlána­sjóðs, sem fellst á þessa breytingu og telur eðli­legt að taka það inn í verkefni Iðnlánasjóðs, en leggur hins vegar eindregið til að það verði ekki gert með því að koma á fót sérstakri deild, heldur verði þessu verkefni bætt við upptalningu í lögunum um verkefni Iðnlánasjóðs, þ. e. a. s. við 10. gr. Því er lagt til að við 10. gr. bætist nýr töluliður, svo hljóðandi og verði 5. töluliður:

„Til framkvæmda er auka hollustu og öryggi og bæta starfsumhverfi á vinnustöðum.“

Iðnn. hefur orðið einróma sammála um að leggja til slíka breytingu við það frv., sem nú liggur fyrir, og flytur iðnn. öll brtt. þessa. Því miður er hún bæði skrifleg og of seint fram komin og verð ég að biðja hæstv. forseta að leita afbrigða.