02.05.1977
Neðri deild: 85. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4160 í B-deild Alþingistíðinda. (3204)

21. mál, leiklistarlög

Forseti (Magnús T. Ólafsson) Áður en atkv. verða greidd vil ég í örfáum orðum taka af­stöðu til þess sem hæstv. ráðh. beindi til mín um orðalag á liðnum, sem auðkenndist með róm­verskum I í 4. gr., þar sem segir að hlutverk leiklistarráðs sé „að vera vettvangur skoðana­skipta og umræðna um leiklistarmál og stuðla að stefnumótun á því sviði á hverjum tíma“. Skoðun mín á þessu orðalagi:

„vettvangur skoðanaskipta og umræðna“, er að orðin „vettvangur skoðanaskipta og“ geti vel misst sig án þess að merking breytist. Ég sé ekki hvernig vett­vangur umræðna getur átt sér stað án þess að þar sé skipst á skoðunum og þar séu uppi mismunandi skoðanir alveg sér í lagi þar sem í hlut á leikhúsfólk.