02.05.1977
Neðri deild: 85. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4161 í B-deild Alþingistíðinda. (3208)

21. mál, leiklistarlög

Tómas Árnason:

Herra forseti. Það er ekki um efnisatriði málsins, heldur hitt, að mér fyndist fara miklu betur á því, að 4. gr. yrði 5. gr. og 5. gr. 4. gr., vegna þess að ef maður les frv. eins og það kemur fyrir, þá kemur allt í einu ákvæði um hlutverk leiklistarráðs, en það liggur ekki fyrir að það sé neitt leiklistarráð til fyrr en komið er fram í 5. gr. Ég segi já.