02.05.1977
Neðri deild: 85. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4161 í B-deild Alþingistíðinda. (3211)

229. mál, Bjargráðasjóður

Ólafur G. Einarsson:

Herra forseti. Félmn. hef­ur haft þetta frv. til meðferðar, frv. til l. um breyt. á 1. um Bjargráðasjóð. Efni þess er í stuttu máli það, að samkv. 10. gr. gildandi laga er svo ákveðið, að fjárhagsaðstoð Bjargráðasjóðs sé fólgin í veitingu styrkja og/eða vaxtalausra lána og sjóðnum því óheimilt að veita lán gegn vöxtum nema því ákvæði gildandi laga sé breytt. Svo er ætlunin að gera með 1. mgr. 1. gr. þessa frv., þ. e. a. s. að heimila sjóðstjórn að taka allt að 10% ársvexti, ef sjóðstjórn telur óhjá­kvæmilegt.

Félmn. leggur einróma til, að frv. verði samþykkt eins og það er komið frá hv. Ed.