02.05.1977
Neðri deild: 86. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4167 í B-deild Alþingistíðinda. (3229)

15. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi

Frsm. (Pétur Sigurðsson):

Hæstv. forseti. Ég hef rætt við félaga mína í sjútvn. þessarar hv. d., þá sem hér hafa verið staddir í kvöld, 6 af 7. Þegar okkur var skýrt frá því, í hverju sú breyting væri fólgin sem Ed. hefur gert á frv. héðan frá okkur í hv. Nd., vorum við sammála um að láta þessa breytingu annaðhvort afskiptalausa eða mæla með henni eftir atvikum, en leggjast ekki gegn henni. Hins vegar þegar þskj. þeirra Ed.-manna er skoðað, þá kemur í ljós við nánari athugun, að fyrir leikmann er það óskiljanlegt, þannig að ekki stenst það við það sem okkur hafði verið sagt frá. Til þess eina nm., sem virðist í þeirri d. hafa fengið það til meðferðar að ganga frá þessari brtt., hefur ekki náðst enn, svo að ég verð að biðja hæstv. forseta að fresta málinu um sinn meðan reynt er að hafa samband við hann til þess að, einhver botn fáist í hvað þessi brtt. þýðir.