03.05.1977
Efri deild: 87. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4230 í B-deild Alþingistíðinda. (3304)

15. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Frv. til 1. um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, sem samþ. var frá d. í gær, er hér á dagskrá aftur vegna þess að hv. Nd. hefur gert smávegis orðalagsbreytingu á brtt. þeirri sem hér var samþ. Hér er aðeins um að ræða orðalagsbreytingu sem skiptir litlu sem engu máli, en af fag­urfræðilegum ástæðum hefur Nd. séð ástæðu til að breyta þessari gr. og hef ég ekkert við það að athuga. Ég hef rætt það við nm. í sjútvn. hv. Ed., og sjá þeir ekki ástæðu til að málið verði tekið til meðferðar í n. Legg ég því til að frv. verði samþykkt með þessari orðalagsbreytingu, sem gerð var í Nd., og samþ. sem lög Alþ. frá þessari deild.