03.05.1977
Efri deild: 87. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4275 í B-deild Alþingistíðinda. (3327)

168. mál, samvinnufélög

Frsm. (Helgi F. Seljan):

Herra forseti. Félmn. hefur haft til meðferðar frv. til breyt. á l. um samvinnufélög sem er komið frá Nd. og var þar samþykkt einróma óbreytt.

Frv. felur í sér í fyrsta lagi það atriði að opna samvinnulögin fyrir framleiðslusamvinnufélögum í ákveðinni starfsgrein. Þar er þó aðeins um heimild að ræða og má setja skilyrði að þau séu aðeins opin félögum úr ákveðinni starfsgrein. Í öðru lagi er það efni frv., að kjörgengi starfs­manna samvinnufélaganna sé lögfest séu þeir þar félagsmenn, og er það svo sjálfsagt í sam­ræmi við breytta tíma að ekki þarf um að ræða. Í þriðja lagi er ákvæði um launagreiðslur, þ. e. a. s. að félög af þessu tagi geti ekki undir­boðið vegna lægri launa til starfsmanna en gild­andi samningar segja um, og bent á það um leið, að þessi félög skuli hafa nána samvinnu við viðkomandi verkalýðsfélög vegna kaupgjalds­mála og vinna að sameiginlegum hagsmunum verkafólks. 4. gr. er svo um það, að framleiðslu­samvinnufélögin falli inn í skilgreiningu um samvinnufélög.

Þess má geta, að Samband ísl. samvinnufélaga fékk þetta frv. til umsagnar og mælti eindregið með samþykkt þess. Sama hefur orðið uppi á teningnum hjá félmn. Hún mælir einróma með samþykkt frv. óbreytts.