04.05.1977
Sameinað þing: 86. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4284 í B-deild Alþingistíðinda. (3353)

164. mál, samræming á fjárhagslegum grundvelli framhaldsskóla

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Ég vil í tilefni af þessari fsp. hv. 2. þm. Austurl. láta þess getið, að ég gerði nokkuð ítarlega grein fyrir þessum málum þegar ég talaði fyrir framhaldsskólafrv. í hv. Nd. fyrir örfáum dögum. Sérstaklega gerði ég grein fyrir því, hvernig ég ætlaðist til að unnið yrði að málinu í sumar til undirbúnings ákvörðunum um þetta fjármálaatriði, og var langur kafli í minni ræðu um það. Hv. þdm. í Nd. sáu yfirleitt ekki ástæðu til að hlýða á þessa framsögu, en úr því raknar mjög fljótlega hví að þetta verður allt prentað í Alþingistíðindum.