04.05.1977
Sameinað þing: 86. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4285 í B-deild Alþingistíðinda. (3355)

164. mál, samræming á fjárhagslegum grundvelli framhaldsskóla

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarason):

Herra forseti. Því miður er það ekki alveg nýtt, að eftir því sem ég flyt lengri ræður, eftir því skilja áheyrendur mínir minna í aðalatriðunum! En hvað þetta mál snertir, þá er þetta aðalatriði: 1) Jöfn kostnaðarhlutföll á öllu framhaldsskóla­stiginu. 2) Með tilfærslu verkefna á milli sveitar­félaga og ríkissjóðs kemur tilfærsla tekjustofna. 3) Frágangur á nauðsynlegum reglum, sem hv. þm. minntist á, fer fram í sumar í þeim tveim vinnuhópum sem ég nefndi, annars vegar þeim sérstaka vinnuhópi, sem um þetta mál fjallar, og hins vegar í þeim vinnuhópi, sem nú er starf­andi og fjallar um verkefnaskiptingu á milli sveitarfélaga og ríkissjóðs.