11.11.1976
Sameinað þing: 18. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 620 í B-deild Alþingistíðinda. (391)

34. mál, öflun upplýsinga um þjóðartekjur á mann og kaupmátt launa

Flm. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Skaftasyni fyrir vinsamlegar undirtektir undir þá till., sem hér er til umr., og skal gjarnan taka það fram, að ég er síður en svo á móti því að viðfangsefni þeirrar rannsóknar, sem lagt er til að efnt verði til, verði víkkað í þá veru sem hann gerði að umtalsefni í ræðu sinni. Það er vissulega rétt, að till. er hugsuð sem grundvöllur undir tilraun til mats á því hvernig á þessum mun standi. En ég er síður en svo á móti — þvert á móti mundi ég fagna því ef sú n., sem fær málið til meðferðar, vildi mæla með því að verksvið rannsóknarinnar yrði víkkað einmitt í þá veru sem hv. þm. gerði að umtalsefni í ræðu sinni.