16.11.1976
Sameinað þing: 19. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 634 í B-deild Alþingistíðinda. (407)

Rannsókn kjörbréfs - varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 15. nóv. 1976.

Varaformaður þingflokks Alþfl. hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Samkv. beiðni Sighvats Björgvinssonar, 8. landsk. þm., sem nú dvelst erlendis í opinberum erindum, leyfi ég mér að óska þess samkv. 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að 2. varamaður landsk. þm. Alþfl., Pétur Pétursson fyrrv. alþm., taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Til forseta Sþ.“

Kjörbréf Péturs Péturssonar liggur hér fyrir. Vil ég biðja kjörbréfanefnd að athuga kjörbréfið og gef 5 mínútna fundarhlé á meðan.