16.11.1976
Sameinað þing: 19. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 636 í B-deild Alþingistíðinda. (414)

245. mál, úrbætur í atvinnumálu á Snæfellsnesi

Benedikt Gröndal:

Herra forseti. Það er með því furðulegasta sem ég hef heyrt öll þau ár sem ég hef verið hér, að í stjórnkerfi íslendinga skuli það veltast á milli rn. með bréfaskriftum og vangaveltum að komast að niðurstöðu um það, undir hvaða rn. fiskvinnsluverksmiðjur heyri. Ég hélt að það væri svo augljóst mál, að fiskvinnsluverksmiðjurnar hlytu að heyra undir sjútvrn., að það ætti ekki að valda miklum vandræðum og hefði verið hægt að horfa fyrr á það raunverulega vandamál sem þarna er fyrir hendi.

Ég vil aðeins ítreka áhuga vestlendinga á þessu máli og ekki aðeins því, heldur benda á að það er mikill vandi í atvinnuástandi á utanverðu Snæfellsnesi, sérstaklega í Ólafsvík, vegna stórminnkandi afla sem stafar af því að Ólafsvíkingar hafa misst frá sér skip. Ríkisstj. er kunnugt um þessi mái í heild, og ég vænti þess að hún taki rösklega á þeim svo að það þurfi ekki að verða hrun í afkomu manna í þessu byggðarlagi.