16.11.1976
Sameinað þing: 19. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 642 í B-deild Alþingistíðinda. (423)

250. mál, aðgerðir vegna langvarandi neyðarástands í atvinnumálum á Bíldudal

Fyrirspyrjandi (Gunnlaugur Finnsson):

Herra forseti. Ástæðan fyrir því, að ég ber fram fsp. á þskj. 78 varðandi atvinnumál bíldælinga, er sú, að ég tel að á Bíldudal hafi verið á yfirstandandi ári atvinnuástand sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Ég geri mér grein fyrir því, að á skömmum tíma í fyrirspurnatíma er ekki hægt að fara ofan í einstaka þætti þessa máls eða rekja efnisatriði. Ég vil þó aðeins geta þess, að þegar framkvæmdastofnun ríkisins hafði með höndum athuganir vegna hraðfrystihúsaáætlunarinnar, þá lá ljóst fyrir, þegar framkvæmdastjórar Framkvæmdastofnunarinnar höfðu komið á Bíldudal og aðra staði á Vestfjörðum, að þar var ekki hægt að byggja upp til framtíðar nema bað risi nýtt frystihús af grunni eða það frystihús, sem fyrir var, yrði algjörlega endurbyggt. Í þessum húsum, sem voru þá eign Fiskveiðasjóðs Íslands, var þá rekin starfsemi.

Það fyrirtæki á Bíldudal og sú starfsemi lagðist niður árið 1975. Fyrirtækið varð þá gjaldþrota. Að vísu var uppi nokkur meiningarmunur um, hvort það væri það í raun og veru eða ekki. Um það ætla ég ekki að fjalla hér og mér hefur ekki tekist að sannreyna hvort svo var í raun og veru, en ég hef heyrt sagt að það hafi nálgast það að vera á núlli, en hins vegar heyrt tölur um töluvert gjaldþrot, og á það legg ég ekki dóm.

Þá var stofnað fyrirtæki á Bíldudal og um svipað leyti tók Framkvæmdastofnunin eða Byggðasjóður að sér að reka atvinnufyrirtækið um tíma, en um þann þátt ætla ég ekki heldur að fjalla hér. Hins vegar var stofnað fyrirtæki heima á Bíldudal og í samvinnu og samráði við Byggðasjóð hófst endurbygging frystihússins.

Hinn 28. febr. s.l. boðuðu bílddælingar þm. Vestf. á fund sem haldinn var á Bíldudal, og mætu þar flestir þm. Vestf. Þá voru uppi nokkrar deilur varðandi framkvæmdirnar við uppbygginguna, en þá var áætlað að það kynni að vera hægt að leysa málið þannig að atvinna hæfist eftir 2–3 víkur, þ.e.a.s. í síðari hluta marsmánaðar. Þá var keyptur bátur til Bíldudals sem mun hafa tekið til við veiðar, að mig minnir í apríllok, en aðstaða var ekki fyrir hendi á Bíldudal til þess að verka aflann. Þegar kemur fram á sumar er enn málum svo komið að starfræksla hefur ekki farið í gang.

Ég sleppi því að tala um deilur sem urðu á milli heimamanna annars vegar og Framkvæmdastofnanir ríkisins um framkvæmd verksins, ég tel það ekki skipta höfuðmáli. Það kann að vera að ekki hafi verið þar nógu samstillt átak. Hitt vil ég þó undirstrika í leiðinni, að ég tel að Byggðasjóður hafi komið á mjög góðan hátt inn í þetta dæmi, hann hafi þarna skilað hlutverki sem raunverulegur Byggðasjóður og gert tilraunir til þess, að málín kæmust í lag, með þeim framlögum og lánum sem hann hefur veitt til fyrirgreiðslu nú á þessu ári og sérstaklega síðari hluta ársins. Ég vil að það komi skýrt fram.

Hins vegar stendur svo enn í dag, að hér eru málín ekki enn komin í lag. Það er að vísu fyrir því séð um bátinn, sem þeir keyptu, þeir munu hafa fengið afsal fyrir honum í gær, þannig að hráefnisöflunin að þessu leyti, þessi hluti af hráefnisöfluninni virðist vera að leysast. Hins vegar er eitthvað alvarlegra að í samþandi við að koma frystihúsinu sjálfu af stað. Það virðist hafa skort þarna heildarsamræmingu, heildaráætlun, að bátur gæti tekið til starfa sem og að frystihúsið sjálft gæti tekið til starfa. Hér inn í vantar fjármögnunarþátt — mér er kunnugt um það — bæði til þess að inna af hendi greiðslur vegna vinnu heimamanna á staðnum sem og til rekstrar á víðkomandi fyrirtæki.

Fyrirspurn mín er í tvennu lagi. Annað er það, hvað ríkisstj. hyggist gera til þess að leysa þessi mál, því ég tel að þau séu orðin svo alvarlegs eðlis að það sé hlutverk ríkisstj. ekki síst með tilliti til þeirra undirskrifta sem bílddælingar hafa sent frá sér, áskorun 171 manns um sérstaka fyrirgreiðslu varðandi togarakaup til öflunar bráefnis, því einn bátur aflar ekki nema lítils hluta þess hráefnis sem þarf að afla. Mér er það ljóst, að miðað við þær hugmyndir, sem uppi hafa verið hjá ríkisstj. er ekki grundvöllur til þess að bílddælingar geti keypt sér skuttogara. Þar býr yfirleitt fátækt fólk sem hefur ekki mikið fram að leggja og síst af öllu á fyrsta starfsári. Og þess vegna er síðari hluti fsp., í þá átt, hvort ríkisstj. gæti hugsað sér að fenginni heimild Alþ. að gera út svo sem í eitt ár skuttogara til þess að leysa vandamál Bíldudals sem og annarra staða þar sem mjög mikill skortur er á hráefni.