23.11.1976
Sameinað þing: 24. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 735 í B-deild Alþingistíðinda. (512)

63. mál, grunnskólar

Flm. (Helgi F. Seljan):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Ég vil þakka hv. þm. fyrir að hafa tekið svo vel undir þessa till. og bent á ýmis viðbótaratriði sem ég kom ekki inn á í framsögu minni.

Ég get alveg sérstaklega tekið undir það með hv. þm. Eyjólfi Sigurðssyni, að margir eru þeir hópar sem út undan verða í okkar þjóðfélagi. Þó er það alveg sérstakt með þennan hóp. Þessi hópur manna hefur litla sem enga möguleika á því að tala sínu máli sjálfur. Að því leyti ti1 er hann svo sérstakur. Að því leyti til þurfum við enn frekar að vera á verði gagnvart honum. Þetta fólk hefur ekki möguleika á því að ná sánum rétti af eigin afli.

Ég tek undir það með hv. þm. Sigurlaugu Bjarnadóttur, eins og ég sagði reyndar í framsögu, að löggjöf af þessu tagi ætti að vera rúm. Hæstv. menntmrh. hafði þau orð á fjölsóttum fundi nú á dögunum uppi á Hótel Esju. að hann hefði óttast það nokkuð, eins og hv. þm. Sigurlaug Bjarnadóttir kom inn á, að með því að vera með sérstaka heildarlöggjöf fyrir þetta fólk værum við að loka það eitthvað af. Hann sæi nú, sagði menntmrh., að þetta væri alrangt. Við þyrftum nú að komast út úr þeirri stöðu sem við erum í nú í þessum efnum og við gætum það aldrei nema með sérstakri heildarlöggjöf varðandi málefni þessa fólks. Ég segi því: Þegar sú löggjöf hefur komið til framkvæmda, svipuð þeirri löggjöf sem nú ríkir á Norðurlöndunum, þar sem menn standa þó miklu framar en við í þessum efnum, — þegar sú löggjöf hefur komið að gagni, þá yrði hún ef til vill óþörf. Ég tek undir það, að þá kann sú löggjöf að verða með öllu óþörf, þá getur þetta fólk hreinlega fallið inn í hið almenna kerfi á hverju því sviði sem er. En meðan við eigum svona mikið eftir og sérstaklega í skipulagsmálefnum þessa fólks, þá verðum við að fá ábyrgan aðila í stjórnkerfinu, sem sinnir þessum málefnum sérstaklega, og samræmda heildarlöggjöf þar um.

Það var komið inn á það hér áðan að í fyrra hefði verið álitið að rn. væru að kanna þetta mál sín á milli. Vissulega hefur eitthvað verið gert á þessu sviði og rn. hafa eflaust reynt að samræma sitt starf. En samstarfsnefnd af því tagi, sem ég á hér við og við flm., er ekki til sem virk og starfandi nefnd.

Ég vil svo aðeins segja það, að það má enginn skilja orð mín svo að ég sé að vanmeta það áhugastarf sem hefur komið þessum málum eins vel áleiðis þó og raun her vitni og þá alveg sérstaklega og kannske næstum eingöngu hér á Reykjavíkursvæðinu, eins og hv. þm. Oddur Ólafsson kom hér inn á. Það hefur vissulega verið ágætt, svo langt sem það hefur náð. Ég verð hins vegar að játa það sem landsbyggðamaður, að þegar ég fór fyrst að vinna að þessu máli, þá þótti okkur heldur kaldar kveðjurnar frá áhugafólkinu hér þegar við komum með okkar vandkvæði til þess. Það var ekki andstaða eða neitt því um líkt, síður en svo. En við áttum bara að leita hingað með okkar vandamál. við áttum ekki að leysa þau heima í héraði, eins og við viljum og eins og allir telja nú alls staðar nauðsynlegt að gert sé.

Ég ætlaði, eins og ég sagði hér 3 upphafi. að spyrjast fyrir um Styrktarsjóð vangefinna. hver yrðu örlög hans, hver yrði meðferð hans líka í framtíðinni, hvort t.d. landssamtök eins og Þroskahjálp ættu ekki að koma þar inn í, sem stjórnunaraðili, þó að sjóðurinn væri vitanlega í félmrn. Ég fékk ekki svör við því, eins og menn þekkja, vegna hins algjöra ráðherraleysis sem ríkti hér á tímabili í dag. En ég vil taka það fram. að það er síður en svo meining okkar í Þroskahjálp að brýningunni til samfélagsins eigi að ljúka. Við erum að stofna þessi samtök beint til þess að brýna Alþ. og ríkisstj. til þess að taka á þessu á þann eina hátt sem okkur er sæmandi, að þetta sé samfélagslegt verkefni sem okkur beri að sinna og veita vissan forgang bar til við höfum komið því á það stig sem okkur sæmir sem siðmenntaðri þjóð.