23.11.1976
Sameinað þing: 24. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 749 í B-deild Alþingistíðinda. (517)

69. mál, áhrif Framkvæmdastofnunar ríkisins og Byggðasjóðs á athugun á atvinnu- og byggðaþróun í landinu

Tómas Árnason:

Herra forseti. Það er mikill galli á þessari umr.flm. og frsm. þessa máls, sem hér er til umr., skuli ekki vera viðstaddur. Þess vegna leyfi ég mér að fara fram á það við forseta að umr. verði frestað, þannig að hún geti farið fram með það sem ég kalla eðlilegum hætti. Ég tel varla að hún fari fram með eðlilegum hætti þegar sjálfur flm. málsins, sem búinn er að tala í málinu, er ekki við til að hlusta á undirtektir annarra hv. þm. sem gera grein fyrir afstöðu sinni til málsins.