24.11.1976
Efri deild: 14. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 750 í B-deild Alþingistíðinda. (522)

25. mál, almenn hegningarlög

Frsm. (Ingi Tryggvason):

Herra forseti. Allshn. Ed. hefur á fundum sínum rætt frv. til 1. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19 frá 1940. N. kvaddi á sinn fund Ármann Snævarr hæstaréttardómara, en hann var formaður þeirrar n. sem undirbjó frv. Eftir allmiklar umr. í n. og upplýsingaöflun varð samkomulag um að mæla með að frv. yrði samþ. með breytingu sem gerð er grein fyrir á sérstöku þskj. og er aðeins um það að hámark fésektar sé hækkað úr 4 milljónum í 5 milljónir. Að öðru leyti er mælt með frv. óbreyttu.