25.11.1976
Sameinað þing: 25. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 786 í B-deild Alþingistíðinda. (548)

84. mál, átján ára kosningaaldur

Flm. (Eyjólfur Sigurðsson):

Forseti. Á þskj. 92 er till. til þál. um 18 ára kosningaaldur, sem ég flyt ásamt öðrum þm. Alþfl., Benedikt Gröndal, Pétri Péturssyni, Braga Sigurjónssyni. og Jóni Árm. Héðinssyni, svo hljóðandi:

„Alþingi ályktar að gerð sé athugun á því hvort ekki sé tímabært og æskilegt að taka upp 18 ára kosningaaldur á Íslandi og að jafnframt verði endurskoðaðar til samræmis við það aðrar aldurstakmarkanir laga á réttindum ungs fólks.

Athuganir þessar skal gera 9 manna n., kosin af Alþingi. N. kýs sér sjálf formann.“

Í grg. segir m.a.:

„Allt frá því að Alþfl.-menn voru fyrst kosnir til Alþ. fyrir tæpum sex tugum ára hafa þm. Alþfl. haft forustu um breytingar í lýðræðis- og jafnréttisátt á lögum um kosningarrétt og kjördæmaskipan. Á fyrstu árum Alþfl. sem stjórnmálaflokks með fulltrúa á Alþ. höfðu þannig þeir einir atkvæðisrétt við kjördæmakosningar sem voru orðnir 25 ára að aldri og stóðu ekki í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk. Við landskjör giltu sömu skilyrði varðandi þá sem þegið höfðu af sveit, en kosningarréttur í þeim kosningum var miðaður við 35 ár.

Rýmkun kosningarréttarins var frá öndverðu eitt af mestu áhugamálum Alþfl. Alþfl. barðist fyrir því að numið yrði úr lögum það ákvæði að f6lk, sem vegna fátæktar og/eða sjúkdóma hafði neyðst til þess að þiggja sveitarstyrk og ekki getað endurgreitt hann, yrði svipt kosningarrétti, og flokkurinn barðist fyrir því að kosningarréttur yrði miðaður við 21 árs aldur.

Framan af mætti þessi barátta Alþfl. mikilli andstöðu, en þó tókst að lokum að fá stuðning viðsýnni manna úr öllum flokkum við þessi baráttumál Alþfl. Árið 1929 var svo 21 árs kosningaaldur lögfestur og sveitarstyrksákvæðið afnumið hvað varðar kosningar til sveitarstjórna. Með stjórnarskrárbreytingunni 1934 voru sömu ákvæði tekin upp við þingkosningar.

Næsti áfangi í baráttu Alþfl. fyrir rýmkun ákvæða laga um kosningarrétt og kjörgengi hófst árið 1963, en snemma á því ári hélt Alþfl. aukaþing þar sem afgreidd var ný og endurskoðuð stefnuskrá flokksins. Eitt þeirra nýmæla, sem í stefnuskránni fólust, var að Alþfl. tók upp baráttu fyrir 18 ára kosningaaldri.

Í framhaldi af stefnuskrársamþykktinni um 18 ára kosningaaldur á þingi Alþfl. hafa þm. flokksins tvívegis flutt till. til þál. um 18 ára kosningaaldur, fyrst árið 1965 og síðan árið 1974.

Framangreind þáltill. þm. Alþfl. frá 1965 var tekin til umr. og afgreiðslu á því þingi. Var henni vísað til athugunar hjá allshn. Sþ. og leitaði nefndin m.a. álits eftirtalinna aðila: Sambands ungra sjálfstæðismanna, Sambands ungra framsóknarmanna, Sambands ungra jafnaðarmanna, æskulýðsfylkingarinnar, Íslenskra ungtemplara og Sambands bindindisfélaga í skólum. Tveir þeir síðast töldu voru till. andvígir, en hinir umsagnaraðilarnir — öll stjórnmálasamtök ungs fólks í landinu — lýstu sig fylgjandi henni.“

Allshn. Sþ. var ekki sammála um það að tímabært væri að lækka kosningaaldur í 18 ár. N. komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að rétt væri að endurskoða aðrar aldurstakmarkanir laga á réttindum unga fólksins, svo sem fjárræðisaldur og hjúskaparaldur. Gerði n. nokkrar breytingar á till. þm. Alþfl. og lagði til að hún yrði samþ. með svo hljóðandi breytingum:

„Alþingi ályktar, að gerð skuli athugun á því, hvort ekki sé tímabært og æskilegt að lækka kosningaaldur, og að jafnframt verði endurskoðaðar aðrar aldurstakmarkanir laga á réttindum ungs fólks.

Athugun þessa skal gera 7 manna nefnd kosin af Alþ. Nefndin kýs sér sjálf formann. Nefndin skal skila áliti svo snemma að unnt verði að leggja niðurstöður hennar fyrir reglulegt Alþ. 1966.“

Þannig breytt var till. svo samþ. á fundi Sþ. 22. apríl árið 1965.

Framhald málsins var svo það, að á næsta reglulegu Alþ., 87. löggjafarþingi, sem var síðasta þing á kjörtímabili, var samþ. sú breyting á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, að kosningarrétt skyldi miða við 20 ár í stað 21 árs. Þessi stjórnarskrárbreyting var tekin aftur fyrir á Alþ. á 88. löggjafarþinginu, strax á fyrsta þingi að þingkosningum loknum, og samþ. þar endanlega 29. mars 1968. Jafnframt voru á því þingi samþykkt lög um breyt. á sveitarstjórnarlögum, nr. 58 1961, þar sem kosningarréttur til sveitarstjórna var færður úr 21 ári í 20 ár, og lög um breyt. á l. um kosningar til Alþ.. nr. 62 1959, til samræmis við stjórnarskrárbreytinguna. Virðist full samstaða hafa ríkt meðal allra þingflokka um þessar breytingar.“

Það er óhætt að segja, að lækkun kosningaaldurs úr 21 í 20 ár var hálfur sigur. Engu að síður speglaðist í þessari ákvörðun hræðsla við það að stíga skrefið til fulls, þ.e.a.s. að lækka kosningaaldurinn í 18 ár. Sem betur fer hefur áratuga barátta Alþfl. fyrir mannréttindum, m.a. almennum kosningarrétti, orðið til þess að kosningarréttur er ekki og hefur ekki verið um áratugaskeið forréttindi einstakra hópa, — hópa sem tryggðu sér þau réttindi í skjóli peningavalds. Andstaða eið það að veita ungu fólki á Íslandi kosningarrétt við 18 ára aldurstakmarkið byggist á íhaldssemi og vantrú.

Almennar umr. fara nú fram meðal manna um kosningarrétt. Er þar einkum fjallað um tvennt: Í fyrsta lagi um valfrelsi kjósenda í kosningum til Alþ. og kosningum í bæjar- og sveitarstjórnir, þ.e.a.s. um rétt kjósenda til að velja einstaklinga á listum, breyta röð frambjóðenda, jafnframt því að kjósandi greiði ákveðnum flokki atkv. sitt. Í öðru lagi um mismun sem er milli landshluta um atkvæðamagn á bak við hvern einstakan þm. Í þessum umr., einkum um valfrelsi, hafa æskulýðssamtök þriggja stjórnmálaflokka þegar átt viðræður um hugsanlegar breytingar á kosningarrétti. Samtökin eru Samband ungra jafnaðarmanna, Samband ungra framsóknarmanna og Samband ungra sjálfstæðismanna. Niðurstöður þessara viðræðna hafa þegar verið birtar og eru þessi samtök sammála um að rétt sé að taka upp áðurnefnt valfrelsi. Einnig hafa þessi samtök lagt fram hugmyndir um framkvæmd valfrelsis. Ætla ég ekki að leggja hér dóm á hvort sú framkvæmdatilhögun, sem fram kemur hjá þeim, sé sú heppilegasta. Engu að síður get ég tekið undir þá skoðun að aukið valfrelsi um einstaka frambjóðendur á framboðslistum sé nauðsynlegt.

Það er hins vegar athyglisvert að frumkvæðið að umr. um þessi mál kemur frá unga fólkinu. Það er staðfesting á því að ungt fólk er virkt og áhugasamt um íslensk stjórnmál og það gerir kröfu til þess að vera þátttakendur í vali þeirra er völdin fá. Meiri hluti þess fólks, sem er á aldrinum 18–20 ára, hefur þegar hafið störf á hinum almenna vinnumarkaði og er því þátttakendur í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið. Það er því ekki óraunhæf krafa að þetta fólk fái að hafa áhrif á hvernig atvinnulífið er byggt upp og hvernig því er stjórnað. Þetta fólk greiðir frá 16 ára aldri gjöld af sínum tekjum til bæjar- og sveitarfélaga í formi útsvars og til ríkissjóðs í formi skatta. Það er því ekki óraunhæf krafa að það fái rétt til að hafa áhrif á það, hverjir fari með þessa fjármuni og hvernig þeim er ráðstafað. Ýmislegt fleira mætti telja af þeim skyldum sem á þetta fólk eru lagðar af hálfu hins opinbera, án þess að það hafi nokkurn rétt til þess að velja þá sem leggja þessar skyldur á herðar þess.

Á nýafstöðnu flokksþingi Alþfl. var mikið rætt um kosningarrétt og þá einnig um prófkjör, þ.e.a.s. að veita þeim kjósendum, sem ekki eru flokksbundnir í öðrum stjórnmálaflokkum, möguleika á því að hafa áhrif á val frambjóðenda flokksins. Samþ. var og sett í lög flokksins að framvegis skyldi hafa opið prófkjör við val frambjóðenda. Jafnframt var sett í lög flokksins að allir þeir, er náð hafa 18 ára aldri. skyldu hafa rétt til þátttöku í prófkjöri flokksins. Í þessari lagasetningu fór tvennt saman: Í fyrsta lagi viðurkenning á hví, að nauðsynlegt sé að hinn almenni kjósandi hafi meiri áhrif á val frambjóðenda, og í öðru lagi staðfesting á hví trausti er við berum til unga fólksins, að við viljum veita því hann rétt að taka þátt í vali frambjóðenda flokksins, brátt fyrir það að almennur kosningarréttur sé ekki enn þá kominn í hendur þess.

Í þeirri umr., sem nú fer almennt fram um nýja tilhögun á kosningarrétti almennt. er nauðsynlegt að jafnframt fari fram athugun á því. hvort ekki sé tímabært og æskilegt að taka upp 18 ára kosningaaldur á Íslandi. Eins og fram kemur í grg. með þessari þáltill., hefur Alþfl. ætíð stigið fyrstu skrefin í þá átt að útvíkka kosningarréttinn. Svo er einnig nú. En engu að síður hefur yfirleitt fyrr eða seinna verið tekið undir þetta baráttumál af hálfu annarra flokka. Það er von okkar flm. þessarar þáltill. að svo verði einnig í þetta sinn.

Ágæti forseti. Ég vona svo að að lokinni fyrri umr. verði þessu máli vísað til allshn.