30.11.1976
Sameinað þing: 26. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 838 í B-deild Alþingistíðinda. (586)

239. mál, rafmagn á sveitabýli

Albert Guðmundson:

Herra forseti. Ég verð að segja það, að það kemur úr hörðustu átt - úr allra hörðustu átt þegar hv. 3. þm. Reykv. vitir einn eða annan fyrir framkomu í tali hér á hv. Alþ. Og án þess að ætla að fara að verja hæstv. samgrh., þá held ég að þessi orð mín séu alveg nóg og jafnvel nóg röksemdafærsla til þess að beina hugum hv. alþm. aftur í tímann um hans málflutning. m.a. kom nú fram í nokkrum orðum hans að innflutningsaðilar væru staðnir að því að stela — ég veit ekki á hvern hátt — mig minnir erlendum gjaldeyri. Þessu mótmæli ég og vil biðja hv. þm. að færa orðum sínum stað með sönnunum, ekki með fullyrðingum og marklausu tali.