07.12.1976
Sameinað þing: 29. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 975 í B-deild Alþingistíðinda. (666)

248. mál, geðdeild Landsspítalans

Fyrirspyrjandi (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. út af skiljanlegum áhyggjum hæstv. heilbrrh. um visst ákvæði í heilbrigðisþjónustulögunum vil ég benda á, að túlkun þess er sú, að það sjúka fólk sem verst er statt, hvar sem er á landinu, skuli eiga forgang um heiðbrigðisþjónustuframkvæmdir. Þetta er geðsjúkt fólk hvar sem er á landinu. Þess vegna fara þessi lög ekki á neinn hátt í bág við þá stefnu sem Sjálfstfl. þegar hefur markað í heilbrigðísmálum, og ég vildi rétt benda hæstv. ráðh. á þetta. Málið liggur því ekki þannig fyrir, að það sé um að velja annaðhvort að framfylgja heilbrigðisþjónustulögunum eða þá að standa að geðdeildarbyggingunni, heldur er ekki hægt að mínu mati að framfylgja þessu ákvæði í heilbrigðisþjónustulögunum nema byggja geðdeildina,