07.12.1976
Sameinað þing: 29. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1008 í B-deild Alþingistíðinda. (705)

76. mál, greiðslufyrirkomulag úr Fiskveiðasjóði vegna smíða fiskiskipa

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Það mál, sem hér er til umr., er fyrir löngu orðið mjög brýnt og þarf ekki að leita að einu eða neinu í því sambandi. Það þarf aðeins að vera fyrir hendi sá vilji hjá hæstv. ráðh. fjármála og menntamála að þeir geri sér alvarlega grein fyrir því, að núv. grunnskólalög verða ekki framkvæmd, svo að vel sé, nema þessi þáttur sé inni í þeirri framkvæmd. Þm. almennt vilja gjarnan biðjast undan því að þurfa að sitja uppi með innanríkisdeilur á Reykjanesi sem vandamál fyrir allt landið í þessu sambandi. Ég skora á ráðh. að vinda sér hið snarasta í að leysa þetta mál, áður en eitt ár líður enn með það ástand sem verið hefur.