08.12.1976
Neðri deild: 18. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1059 í B-deild Alþingistíðinda. (728)

78. mál, Iðntæknistofnun Íslands

Jóhann Hafstein:

Hæstv. forseti. Ég ætla nú ekki að víkja neitt að því sem hv. 3. þm. Reykv. sagði og gæti gefið honum tilefni til þess að halda hér aðra klukkutímaræðu eða eitthvað því um líkt. Ég vil aðeins leiðrétta það sem honum er jafngott og öðrum að gera sér grein fyrir. Hann sagði að viðreisnarstjórnin hefði stefnt að því að koma á atvinnuleysi. Það var hér atvinnuleysi, það er alveg rétt. En vegna hvers var atvinnuleysið? Vegna þess að það var allt að helmingurinn af útflutningsverðmæti þjóðarinnar sem féll ýmist í verði, seldist ekki á erlendum markaði eða veiddist ekki þar sem síldveinin brást. En ég vil taka það fram, og það skulu vera mín lokaorð, að árið 1969 og í byrjun árs 1970 var búið að vinna bug algerlega á því atvinnuleysi. Það er einnig ranghermi að iðnaðurinn hafi verið að dragast saman, heldur mun hann á þeim árum hafa verið hvað mestur. A.m.k. man ég eftir 10–12% aukningu á framleiðslu iðnaðarins á þessu tímabili. — Ég skal svo ekki tefja tímann meir.