13.12.1976
Neðri deild: 21. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1144 í B-deild Alþingistíðinda. (803)

102. mál, tilkynningarskylda íslenskra skipa

Flm. (Pétur Sigurðsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. samgrh. fyrir hans góðu undirtektir við málið. Að vísu hefur hann fengist nokkuð við útgerð á síðari árum, þ. á m. á Akraborg og öðrum slíkum skipum. En ef hann hann svona í þetta mál, þá veit ég að þeir félagar, hann og sjútvrh. hæstv., reyna að koma sér saman um að koma þessu í þann farveg sem ég veit að ég er ekki einn um, heldur sjómannasamtökin almennt í landinu biðja og óska, að þetta verði gert á þann veg sem reynt er að fara í þessu frv. Ég geri mér fulla grein fyrir að þeir tveir muni sjálfsagt hafa eitthvað við frv. að athuga og gera þá breytingar á því og gera e.t.v. ágreining sín á milli um það, hvort það eigi að vera í þessu herberginu eða hinn í Arnarhvoli. En ég veit alla vega að ef þeir ferðast með Akraborginni eina ferð, þá munu þeir finna lausn á því.