15.12.1976
Efri deild: 22. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1252 í B-deild Alþingistíðinda. (849)

121. mál, veiting ríkisborgararéttar

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Þetta er venjubundið frv. sem lagt er fram á hverju Alþ. Er með þessu frv. lagt til að 18 menn þar greindir öðlist ríkisborgararétt. Þeir, sem teknir eru upp í frv., munu fullnægja skilyrðum þeim sem sett hafa verið áður af allshn. beggja þd. Umsækjandi nr. 6, segir í aths., fullnægir þó ekki að fullu skilyrðum um dvalartíma, en er ríkisfangslaus og nánustu ættingjar hér á landi og íslenskir ríkisborgarar.

Ég geri ráð fyrir að það verði hagað meðferð á þessu frv. eins og áður, n. beggja þd. starfi saman að athugun á málinu og bætt verði inn í frv. þeim sem á því tímabili, sem líður frá því að það er lagt fram og þangað til það verður afgr., fullnægja þessum skilyrðum, svo sem venja hefur verið til. Umsóknir, sem berast og eru þess háttar, verða að sjálfsögðu sendar Alþingi.

Ég legg til, herra forseti, að frv. þessu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.