19.10.1976
Sameinað þing: 6. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 88 í B-deild Alþingistíðinda. (87)

239. mál, rafmagn á sveitabýli

Fyrirspyrjandi (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir þau svör sem hann hefur hér gefið, en vil vekja athygli hans og fleiri á því, að það er auðvitað mjög einkennilega að málum staðið ef hv, iðnrh. hefur ekki verið kunnugt um þetta vandamál, sem fyrir lá víðs vegar um landið, fyrr en í byrjun septembermánaðar. En samkv. upplýsingunum bregst rn. skjótt við og útvegar fjármagn, nauðsynlegasta fjármagn, og reynir að ráða bót á vandanum.

Það er vitanlega alveg óviðunandi stjórn á Rafmagnsveitum ríkisins ef þær standa þannig að verki að þær koma í veg fyrir tengingu húsa sem standa tilbúin, koma í veg fyrir, að menn geti tekið hús sín til afnota, fram í septembermánuð og gera ekki einu sinni vart við sig út af því að það skorti fjármagn til þess að leysa vandann. Mér er vel kunnugt um það, að t.d. á Austurlandi sögðu forsvarsmenn Rafmagnsveitna ríkisins alveg hiklaust að þeir gætu ekki orðið við óskum manna um tengingu á húsum vegna þess að þeir hefðu ekki peninga til þess að vinna verkið. Þetta dundi á strax snemma í sumar og yfir sumarið. En það er að sjá á þeim upplýsingum sem hæstv. ráðh. gaf hér, að hann hafi ekki fengið að vita um þetta vandamál fyrr en komið var fram í septembermánuð.

Ég vænti þess sem sagt að við það verði staðið sem hér kom fram hjá hæstv. ráðh., að málið verði leyst og hann taki þá einnig til athugunar að tala á því kurteisismáli, sem ég veit að honum er lagið, við stjórn Rafmagnsveitna ríkisins, sem þeir megi þó skilja, að það sé ekki ætlast til þess að standa svona að verkum,