19.10.1976
Sameinað þing: 6. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 91 í B-deild Alþingistíðinda. (90)

240. mál, hafnarmál Suðurlands

Fyrirspyrjandi (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir svörin. En ég held að ég verði að mælast til þess fyrir mína hönd og allra þm. Suðurl. að þeim verði send þessi skýrsla. sem ráðh. talaði um, þessi grg. frá n., því að þótt ráðh. hafi lesið e.t.v. meginhlutann úr skýrslunni, þá er það tæplega nægilegt fyrir hm Það er betra að við fáum skýrsluna í hendur.

Það er gott til þess að vita að n, hefur unnið og gert sér grein fyrir vandanum. Það var alltaf vitað að bað væri kostnaðarsamt, bæði rannsókn og sérstaklega ef ráðist verður í hafnargerð á suðurströndinni, þá hlátur það að verða kostnaðarsamt. Þetta var vitað þegar þm. Suðurl. fluttu till. til bál. um rannsókn á nýju hafnarstæði á suðurströndinni. Og hetta var vitað þegar hv. Alþ. samþykkti þessa till., að mig minnir alveg einróma. Hæstv. ríkisstj, hefur fengið þál. til meðferðar og fyrirgreiðslu. Og við þm. Suðurl. hljótum að treysta því að ríkisstj. virði vilja Alþ. og geri það sem í hennar valdi stendur til þess að ítarleg rannsókn megi fram fara.

Það er gott til þess að vita að hæstv. ráðh. ætlar að beita sér fyrir því að nokkurt fé verði veitt til rannsóknanna. Það er vitanlega ekki hægt að gera viðamiklar rannsóknir nema fá til þess nokkurt fé.

Ég tel ekki ástæðu til að fjölyrða meira um þetta múl að svo stöddu, en þakka hæstv. ráðh. enn fyrir upplýsingarnar og treysti því að við þm. Suðurl. fáum afrit af skýrslu þeirri sem hv. rn. hefur fengið frá nefndinni.