16.12.1976
Neðri deild: 24. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1319 í B-deild Alþingistíðinda. (915)

100. mál, söluskattur

Áætlaður kostnaður í des. 1976 við upphitun eins rúmmetra íbúðarhúsnæðis er sem hér segir:

Við hitaveitu 107.60 kr. eða 33.1% af olíukostnaði, rafmagn 163.30 kr. eða 50.3% og olía 324.60 kr.

Eins og ég sagði áðan, þá er gert ráð fyrir í fjárlagafrv. að 600 millj. kr. verði varið til að greiða niður olíuna, en samkv. upplýsingum Þjóðhagsstofnunarinnar gefur söluskattsleið meira en þarna er áætlað. Það er áætlað 1600 millj. í fjárlagafrv., en líkur á að það muni verða nær 1700 millj. Ef 700 millj. kr. yrði varið til að greiða niður olíuna, þá mundi það þýða um 10 600 kr. á mann, en var 9600 kr. samkv. gildandi lögum. Ef það hækkaði í 10 600, þá er það svipað og sú hækkun sem orðið hefur á olíuverði, en það er um 12%.

Ég sé ekki ástæðu til, hæstv. forseti, að fara um þetta fleiri orðum. Ég vildi koma þessum upplýsingum hér á framfæri þótt þær eigi kannske fremur heima við afgreiðslu fjárl. En við erum nú um leið að fella úr gildi lög sem ég vitnaði hér til. nr. 9 frá 27. febr. 1976, og þótti mér þess vegna rétt að gefa þessar upplýsingar. En meiri hl. n. leggur til, að þetta frv. verði samþ. með þeirri brtt. við 2. gr. frv. sem er á þskj. 185.