17.12.1976
Efri deild: 24. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1362 í B-deild Alþingistíðinda. (954)

122. mál, stimpilgjald

Frsm. (Halldór Ásgrímsson) :

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á l. nr. 75 1921, um stimpilgjald, með síðari breytingum, og n. mælir með því að frv. verði samþ. Fjarverandi afgreiðslu málsins voru Axel Jónsson og Albert Guðmundsson.

Ég sé ekki ástæðu til að rekja þetta mál náið, hæstv. fjmrh. gerði það í framsögu sinni. Hér er um það að ræða að breyta stimpilgjaldinu vegna nýrra laga um fasteignamat. Hins vegar er ljóst að þetta frv. hefur það í för með sér, að stimpilgjald hækkar nokkuð af fasteignum, en engin hækkun hefur orðið á þessu gjaldi í nokkur ár. Það mun láta nærri að stimpilgjald af meðal íbúð sé um 10 þús. kr. í dag, en gæti orðið um það bil 25 þús. kr. með þeim breytingum sem hér eru lagðar til. — Ég vil að lokum ítreka að n. leggur til að frv. verði samþykkt.