17.12.1976
Efri deild: 24. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1363 í B-deild Alþingistíðinda. (956)

123. mál, aukatekjur ríkissjóðs

Frsm. (Halldór Ásgrímsson) :

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur tekið til athugunar frv. til l. um aukatekjur ríkissjóðs og mælir með því að frv. verði samþ. Fjarverandi afgreiðslu málsins voru Axel Jónsson og Albert Guðmundsson.

Þetta frv. er einnig afleiðing hinna nýju laga um fasteignamat og skráningu fasteigna, og nægar útskýringar ættu að vera í aths. með frv. Sé ég því ekki ástæðu til að orðlengja um það og vil ítreka að n. leggur til að frv. verði samþ.