20.10.1977
Sameinað þing: 7. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 144 í B-deild Alþingistíðinda. (101)

Afbrigði um stefnuræðu forsætisráðherra og umræður um hana

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Áður en gengið er til dagskrár vil ég leita afbrigða frá þingsköpum, þar sem gert er ráð fyrir að fresta umr. um stefnuræðu forsrh. Afbrigðin hljóða þannig:

Leitað er afbrigða frá 2. mgr. 51. gr. laga um þingsköp Alþingis, þar sem segir, að innan tveggja vikna frá þingsetningu skuli útvarpa stefnuræðu forsrh. og umr. um hana, en eftirrit af ræðunni skuli afhent þm. sem trúnaðarmál eigi síðar en viku áður en ræðan er flutt. Er farið fram á að fresta flutningi ræðunnar samkv. nánara samkomulagi formanna þingflokka og forsrh. og eftirrit ræðunnar verði afhent þm. þremur sólarhringum fyrir flutning hennar.