16.12.1977
Neðri deild: 33. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1386 í B-deild Alþingistíðinda. (1021)

129. mál, fjáröflun til vegagerðar

Frsm. meiri hl. (Þórarinn Þórarinsson):

Hæstv. forseti. Ég verð víst að biðjast afsökunar á orðum mínum áðan um afstöðu hv. minni hl. Ég hafði skilið hann svo, að hann mundi verða á móti frv., en nú hefur frsm. hans haldið fram að það sé misskilningur hjá mér. Ég skil það nánast af því sem hann sagði áðan, að ef þessi brtt. hans yrði samþ. eða kæmi efnislega til framkvæmda, þá væri hann frv. samþykkur. Mig langar til að vita hvort það er rétt skilið hjá mér. (Gripið fram í: Ef hún yrði samþ.?) Já, hvort hann mundi þá samþ. frv. (Gripið fram í.) Það er algjör óþarfi. Nú er upplýst að þessi till. hv. frsm. minni hl. er óþörf, vegna þess að söluskatturinn rennur í gegnum ríkisframlagið til Vegasjóðs. (Gripið fram í.) Já, það var skýring hæstv. samgrh. áðan.