20.10.1977
Sameinað þing: 7. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í B-deild Alþingistíðinda. (105)

43. mál, afstaða Framsóknarflokksins til erlendrar hersetu

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Það er ljóst að í fsp: tíma á Alþ. sitja formenn flokka ekki fyrir svörum, heldur ríkisstj. og ráðh. sem forstöðumenn rn. Annað mál er það, að vissulega er tími til kominn að forustumenn Framsfl, svari því hver sé afstaða þeirra til hersetu á Íslandi, því að við þeirri spurningu væri vissulega æskilegt að fá svar. En þar sem formaður Framsfl. mun vafalaust fá næg tækifæri til þess við almennar umr. hér á Alþ. að svara þeirri spurningu, þá greiði ég ekki atkv.