17.12.1977
Efri deild: 37. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1426 í B-deild Alþingistíðinda. (1079)

99. mál, verðlagsmál landbúnaðarins

Jón Helgason:

Herra forseti. Það er aðeins vegna ummæla hv. 5. ]nn. Norðurl. e. Mér finnst að nokkurs misskilnings gæti þegar hann er að tala um að skilningur þurfi að vera milli Alþýðusambands Íslands og Stéttarsambands bænda eða bændastéttarinnar. Mér finnst að hann sé að gefa í skyn að þennan skilning vanti af hálfu bænda. En ég vil einmitt sérstaklega benda á að bændur hafa lagt mikla áherslu á í sambandi við breytingar á lögum um framleiðsluráð landbúaðarins o.fl., að sambandið haldist eða viðmiðunin við aðrar stéttir, og hafa talið það algert grundvallaratriði. En það er einmitt það, sem Alþýðusamband Íslands hefur verið andvígt, og það var það atriði sem átti líklega mestan þátt í því að frv. 1972 var stöðvað. Það eru því bændur, sem leggja áherslu á að þessu sambandi sé haldið áfram, en því miður virðist þann skilning vanta hjá hinum aðilanum.

Það var þó sérstaklega upphaf síðustu ræðu hv. 5, þm. Norðurl. e. sem olli því, að ég kvaddi mér hljóðs. Hann lét í ljós undrun á því, að ég skyldi hafa áhyggjur af því, að erfitt yrði að setja mjólkurvörurnar núna, þessa aukningu sem hefði orðið. (StJ: Nei, það gerði ég ekki, ég talaði aðeins um offramleiðslu.) Ja, þessa aukningin á framleiðslunni úr 112 þús. tonna í 118 þús. Það er kannske vegna þess að ég er einn af mjólkurframleiðendunum, að ég hef áhyggjur af því að illa gangi að selja þetta. Ef við eigum að fara ettir því sem stendur í grg, fyrir þessari þáltill. hv. þm., sýnist mér að ekki muni ganga vel. Hann segir að veita eigi útflutningsuppbætur eða tryggingu, sem nemur 10–15% af umframframleiðslunni. Eins og nú horfir, eru á þessu verðlagsári líkur til þess að markaður sé hér innanlands fyrir 90 þús. tonna, en framleiðslan mundi fara allt upp í 120 þús. tonna, þ.e.a.s. það muni vanta innanlandsmarkað fyrir 25% af framleiðslunni. Það er því augljóst, að þó að veitt væri 10–15% trygging í þessari framleiðslugrein einni, sem er skerðing frá því sem nú er, ef á að fara að miða við framleiðslugreinar, þá vantar stórlega upp á að það nægi. Ég vil spyrja hv. þm.: Hvað vill hann þá gera til að brúa þetta bil? Vill hann hækka þetta meira en upp í 15%, eða hvaða leið ætlar hann að fara ef við eigum ekkert að þurfa að hugsa um það, bændur, hvernig gengur að selja þetta?