20.10.1977
Sameinað þing: 7. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í B-deild Alþingistíðinda. (108)

43. mál, afstaða Framsóknarflokksins til erlendrar hersetu

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson) :

Herra forseti. Samkv. 32. gr. þingskaparlaganna verður fsp, aðeins beint til ráðh. um stjórnarmálefni sem eru í hans verkahring. Fsp. samkv. 32. gr. þingskaparlaganna verður ekki beint til einstakra þm., og skiptir ekki máli, hvort þeir eru formenn stjórnmálaflokka eða ekki, né heldur hitt, hvort fsp. varðar stjórnmálastefnur eða önnur almenn málefni. Fsp, þessi er því óheimil samkv. þingsköpum og mundi skapa varhugavert fordæmi, ef hún væri leyfð og henni væri svarað. Hitt er annað mál. að ég er hvenær sem er fús til þess að ræða við hv, þm. Magnús Kjartansson um utanríkisstefnu Framsfl. og um utanríkismál almennt. Ég vænti þess að hann hafi einurð til þess að koma slíkri fsp. á framfæri utan dagskrár. Ég segi nei.