17.12.1977
Neðri deild: 35. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1456 í B-deild Alþingistíðinda. (1096)

126. mál, almannatryggingar

Frsm. minni hl. (Magnús Kjartansson):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Sigurlaug Bjarnadóttir sagði í fyrri ræðu sinni í dag um þetta mál, að hún gæti tekið undir það sjónarmið hv. þm. Gylfa Þ. Gíslasonar, að þetta gjald ætti að taka af fyrirtækjum, en ekki af almenningi í landinu, þ. á m. snauðasta fólkinu. Ég gerði hv. þm. það tilboð að við hittumst hér í hliðarherbergi ásamt hv. þm. Gylfa Þ. Gíslasyni og gengjum frá slíkri brtt. við frv. Ég skoraði á hv. þm. að svara þessari áskorun minni úr ræðustóli Alþingis. Þetta hefur hv. þm. ekki gert. Ég óska eftir því að fá slíkt svar. (SigurlB: Ég hef þegar svarað þessu )