17.12.1977
Neðri deild: 36. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1457 í B-deild Alþingistíðinda. (1102)

109. mál, ríkisreikningurinn 1975

Frsm. (Ólafur G. Einarsson):

Hæstv. forseti. Fjh.- og viðskn, hefur rætt þetta frv. á fundi sínum. Eins og fram kemur á þskj, 220 mælir n. með því að frv. verði samþ. Frv. hefur verið borið saman við ríkisreikninginn og þannig staðreynt að tölur þess eru réttar og í samræmi við reikninginn. Aths. yfirskoðunarmanna Alþ. gefa ekki tilefni til annars en reikningurinn verði samþykktur, enda telja þeir svör við fsp. sínum fullnægjandi.