17.12.1977
Neðri deild: 36. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1467 í B-deild Alþingistíðinda. (1118)

130. mál, skyldusparnaður og ráðstafanir í ríkisfjármálum

Magnús T. Ólafsson:

Hæstv. forseti. Niðurfelling á söluskatti af kjöti og kjötvörum hefur margoft komið til athugunar, m.a. þegar við hv. flutningsmaður vorum í stjórnaraðstöðu. Ævinlega hefur verið frá henni horfið vegna vandkvæða sem talin eru svo veigamikil, að við einfalda niðurfellingu þessa söluskatts án mikilla hliðarráðstafana mundi botn detta úr öllu innheimtukerfi söluskattsins. Ekki hefur verið sýnt fram á að nein ný úrræði hafi verið fundin til að setja undir þennan leka, því greiði ég ekki atkvæði.