19.12.1977
Neðri deild: 40. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1539 í B-deild Alþingistíðinda. (1247)

113. mál, verðjöfnunargjald af raforku

Frsm. meiri hl. (Ingólfur Jónsson):

Hæstv. forseti. Það er í tilefni af því sem hv. 3. þm. Reykv. sagði síðast, að þeir voru spurðir, ráðuneytisstjórinn og forstjóri Rafmagnsveitna ríkisins, um það, hvernig þessi 20% væru fundin, og svarið var, bæði utan fundar og á fundinum, að á s.l. ári hefðu Vestfirðingar fengið 1/5 af verðjöfnunargjaldinu. Ráðuneytisstjórinn hélt að það hefði kannske verið rúmlega 1/5. Þannig eru þessi 20% fundin. (Gripið fram í.) Hann sagði það, og þetta er líka það, sem hv. 2. þm. Austurl. var að spyrja um. Þetta liggur fyrir, og vitanlega er þessi tala ekki tekin af handahófi, það liggur í augum uppi.