20.12.1977
Sameinað þing: 34. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1595 í B-deild Alþingistíðinda. (1310)

123. mál, framkvæmdir og þjónusta í þágu bandaríska hersins á Íslandi

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég tel að ýmis atriði í þessari fsp. sé eðlilegt að flutt séu í fsp: formi og hefði verið æskilegt að fá svar við þeim hér, en önnur atriði í fsp, tel ég að samrýmist ekki þingsköpum að verði leyfð. Æskilegast hefði verið, ef fyrirspyrjandi hefði í samráði við forseta endurskoðað till. sína. En þar sem það liggur ekki fyrir í fsp. eru atriði, sem ég tel ekki í samræmi við þingsköp, tel ég óhjákvæmilegt að segja nei.