20.12.1977
Sameinað þing: 34. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1596 í B-deild Alþingistíðinda. (1316)

1. mál, fjárlög 1978

Frsm. meiri hl. (Steinþór Gestsson):

Herra forseti. Fjvn. hefur tekið ýmsa þætti fjárlagafrv. til nánari athugunar á milli umr. svo og erindi sem lágu hjá n. óafgreidd. Allmargar þeirra hafa nú fengið afgreiðslu hjá n, og mun ég víkja að þeim síðar.

Ég gat um það við 2, umr., að nú væru fyrir hendi breyttar forsendur fyrir grundvelli fjárlagafrv. frá því sem var þegar frv. var samið. Verðlags- og launabreytingar hafa síðan átt sér stað og valda því, að verulega raskast sá grundvöllur sem frv. var byggt á.

Þjóðhagsstofnunin og fjárlaga- og hagsýslustofnunin hafa tekið allan þjóðarbúskapinn til endurskoðunar og yfirlits og skýrt fyrir fjvn. niðurstöður sínar og fengið n. í hendur upplýsingar um áhrif þeirra á fjárlagagerðina.

Í grg. Þjóðhagsstofnunarinnar kemur m, a. fram, að nú liggur fyrir vitneskja um innheimtu ríkissjóðs fyrstu 11 mánuði ársins 1977. Samkv. henni er talið líklegt að ríkistekjur verði í heild nálægt þeirri áætlun sem fjárlagafrv. var reist á, þó sennilega frekar undir en yfir. Nokkrar breytingar verða hins vegar á einstökum liðum til hækkunar eða lækkunar. Þjóðhagsstofnunin telur að forsendur um vöxt þjóðarframleiðslu og tekna á næsta ári verði óbreyttar frá fjárlagafrv, og frá því sem gert var ráð fyrir við gerð fjárlagafrv.

Með kjarasamningunum í bauðst, fyrst og fremst kjarasamningum opinberra starfsmanna, var stefnt í meiri aukningu einkaneyslu á næsta ári, en miðað var við í fjárlagafrv., sem felur í sér hættu á vaxandi viðskiptahalla. Með þeim ráðstöfunum, sem fyrirhugaðar eru í tengslum við afgreiðslu fjárlaga, aðallega hækkun sjúkratryggingagjalds og álagningu skyldusparnaðar, má ætla að aukning einkaneyslu á næsta ári verði nálægt 6% eða svipuð og við var miðað í fjárlagafrv. Opinberar framkvæmdir dragast saman um nær því 9% eða nokkru meira en samkv. fjárlagafrv. Aukning þjóðarútgjalda og þjóðarframleiðslu yrði eftir sem áður svipuð og lagt var til grundvallar við gerð fjárlagafrv., eða 3–4%, og viðskiptahalli ekki meiri en í ár. Þessari aukningu þjóðarútgjalda gæti fylgt 6–7% aukning almenns vöruinnflutnings. Endurskoðun tekjuáætlunar 1978 er miðuð við þessar forsendur sem mestu ráða um magnbreytingu helstu óbeinna skatta. Meiri aukningu þjóðarútgjalda en hér er miðað við fylgir óhjákvæmilega hætta á vaxandi viðskiptahalla sem ekki getur orðið undirstaða varanlegrar tekjuaukningar ríkissjóðs.

Kauplagsforsendur fjárlagafrv. voru í aðalatriðum reistar á kjarasamningum ASÍ og vinnuveitenda að því er tekur til grunnkaupshækkana, en ekki var reiknað með verðbótum á laun eftir 1. sept. Hið sama átti við um verðlagsforsendur, sem í aðalatriðum voru miðaðar við verðlag í okt., en þó var reiknað með þeim verðbreytingum sem telja mátti að fylgt gætu grunnkaupshækkun samninga, auk þess sem einnig var ætlað fyrir hækkun innflutningsverðs í erlendri mynt.

Við endurskoðun tekju- og gjaldahliðar fjárlagafrv. er miðað við sömu verðlagsforsendur og við gerð lánsfjáráætlunar, þ.e. nálægt 30% meðalverðhækkun milli áranna 1977 og 1978. Forsenda fjárlagafrv. fól í sér 18–20% meðalverðhækkun.

Gert er ráð fyrir nýrri tekjuöflun, um leið og dregið hefur verið úr útgjöldum ríkissjóðs: 1. Sjúkratryggingagjald, sem verið hefur 1% af brúttótekjum, hækkar í 2% og skilar þá um 1900 millj. kr. á árinu 1978.

2. Flugvallagjald á utanlandsferðir verði tvöfaldað, og skilar það um 300 millj. kr. á árinu. 3. Heimild til álagningar leyfisgjalds á gjaldeyrisyfirfærslur verði rýmkuð í 2% og henni beitt að fullu á ferðagjaldeyri, en að hálfu á flest annað. Tekjuaukning vegna þessa er áætluð um 220 millj. kr.

Bensíngjald og þungaskattur verður hækkuð heldur minna en gert var ráð fyrir í fjárlagafrv. og verða tekjur því um 300 millj, kr. minni.

Til viðbótar þessari tekjuöflun verður innheimtur 10% skyldusparnaður af hátekjum og gæti hann numið allt að 1000 millj. kr, Þessi liður kemur til viðbótar á lánahreyfingum, en er ekki færður á tekjuhlið.

Eins og fram kemur í brtt. fjvn. er um verulega útgjaldaaukningu að ræða og munar mest um eftirtalda liði: Vegna launamála 11 milljarðar 414 millj. kr., sem fært er á einn lið undir fjmrn. og deilist að sjálfsögðu á einstaka launa- og gjaldaliði frv. Þessi upphæð er í raun allmiklu hærri en hér var tilgreint, en áformað er að draga úr eftirvinnu opinberra starfsmanna, miðað við fyrri ár, um 1720 millj. kr., og er sú upphæð. sem ég nefndi áðan, þannig fengin. Einnig hækkar framlag til Tryggingastofnunar ríkisins um 3390 millj. kr.

Ég mun þessu næst víkja að till. þeim sem fjvn. flytur á þskj. 233. Um þær till. er það að segja, að n. stendur öll að þeim, en minni hl. áskilur sér rétt til að fylgja brtt, sem fram kunna að koma.

Ég kem þá fyrst að till. sem varðar forsrn. Lagt er til að framlag til Byggðasjóðs lækki um 330 millj. er, og verði 2079 millj. kr. Það er áætluð tala en greiðslur til sjóðsins verða í samræmi við ákvæði í lögum um Byggðasjóð.

Næst koma till. er varða menntmrn.

Till. er um að 2 millj. kr. til frumhönnunar á íþróttahúsi fyrir Menntaskólann á Akureyri verði samþykkt. — Gerð er till. um að gjaldfærður stofnkostnaður við Menntaskólann á Ísafirði hækki úr 19 millj. í 45 millj., einnig að Menntaskólinn í Kópavogi fái hækkaðan gjaldfærðan stofnkostnað um 15 millj. kr. — Þá er lagt til að launaliður Íþróttakennaraskóla Íslands hækki um 2.4 millj. og er það vegna hreyttra kjarasamninga að því er varðar kennsluskyldu. — Launakostnaður við Fjölbrautaskólann á Akranesi hækkar um 40 millj. 157 þús. kr. og er það vegna vanáætlunar. — 7. till. er óbreytt að upphæð frá því sem er í frv., en sundurliðun hírt í sérstöku yfirliti. Þetta yfirlit er yfir gjaldfærðan stofnkostnað við iðnskólana í landinu. — Þá er lagt til að önnur rekstrargjöld Myndlista- og handíðaskólans hækki um 3 millj. kr. og er það vegna aukins húsnæðiskostnaðar hjá skólanum. — Þá er lagt til að inn komi nýtt viðfangsefni: Tónlistarskóli Hellissands 400 þús. kr., en hann hafði fallið niður við fyrri tillögugerð. — Þá er till. um að Verslunarskóli Íslands hækki um 13 millj. kr. vegna vanáætlaðra launa. Það mun vera til komið fyrir það, að þar hafa orðið fleiri kennslustundir í vetur en áformað var í upphafi, og er þetta eðlileg afleiðing af því. — Næst er till. um að framlag til grunnskóla í Austurlandsumdæmi hækki um 2 millj. til kaupa á húsnæði fyrir fræðsluskrifstofu. — Þá er lagt til. að inn komi nýr liður: Námskeið fyrir kennara sem ekki hafa full réttindi 1 millj. kr. — Þá er lagt til að dagvistarheimili, stofnkostnaður, hækki um 25 millj. kr. og vísast til sundurliðunar á sérstöku yfirliti. — Þá er till. um að liðurinn. — Til útgáfustarfa hækki um 2 millj. 750 þús. kr. og verður þeim fjármunum skipt síðar. — Lagt er til að liðurinn: Til framhaldsnáms iðnaðarmanna erlendis hækki um 700 þús. kr. — Styrkur til myndlistarskóla fellur niður á þessu fjárlaganúmeri, en er tekinn upp í lið 982, að upphæð 2.3 millj., og er ætlast til þess að rn. skipti því fé á milli aðila. — Þá er gert ráð fyrir að til jöfnunar á námskostnaði hækki framlag um 15 millj. kr. og verði þá 215 millj.

Þá er till. um, að liðurinn: Til sveitarfélaga á vegum Þjóðminjasafnsins hækki um 2 millj. kr., og er þá gert ráð fyrir að til Sjóminjasafnsins í Hafnarfirði gangi 2 millj. kr. og til gamalla húsa á Ísafirði, í Neðstakaupstað, gangi einnig 2 millj. kr. Að öðru leyti mun n. skipta þessu fé síðar í samráði við þjóðminjavörð. — Framlag ríkissjóðs til Byggingarsjóðs þjóðarbókhlöðu lækkar um 50 millj. kr. og verður 220 millj. — Þá er lagt til að framlög til leiklistar hækki um 11.5 millj. kr. og er því skipt þannig, að Leikfélag Reykjavíkur hlýtur 14 millj., Leikfélag Akureyrar 11 millj., til leiklistarstarfsemi fara 11 millj. og til Bandalags ísl. leikfélaga 1.5 millj. kr. — Þá kemur nýr liður: Jarðfræðirannsóknir við Mývatn 6 millj. kr. Það er verkefni sem hefur verið í gangi og þarf framlag að þessu sinni. — Till. er um að liðurinn: Ýmislegt á sviði menningarmála hækki um 5 millj. 705 þús. kr. og verði 49 millj. og 5 þús. kr., sem skiptist í eftirtalin viðfangsefni: Söfn og minjar, félög og samtök og önnur framlög, og er skiptingin birt á þskj. Þess skal getið, að enn hefur ekki verið ráðstafað liðnum Ýmis framlög, sem er að upphæð 14 millj. kr., og mun rn. skipta þeim fjármunum, að einhverju leyti í samráði við fjvn.

Þá er till. um, að liðurinn: Vegna markaðsmála undir utanrrn. hækki um 5 millj. kr. Er sú upphæð ætluð til markaðsleitar fyrir landbúnaðarafurðir og komi mótframlag til þess frá öðrum aðilum, t.d. Stéttarsambandi bænda.

Þá koma till. er varða landbrn.

Till. er um, að sértekjur Skógræktar ríkisins hækki um 5 millj. kr.- Þá er till. um að til fyrirhleðsluframkvæmda verði varið 407 millj. kr. og er það hækkun frá frv. um 10.7 millj. Sundurliðun er í sérstöku yfirliti. Einnig vísast til till., sem enn hefur ekki verið lögð hér fram og verður gerð nánari grein fyrir henni síðar. — Þá er till. um að jarðræktarframlög lækki um 6 millj. kr. og framlög til framræslu lækki um 25 millj. kr. — Þá er till. um að styrkur til Garðyrkjufélags Íslands hækki um 50 þús. kr. og til Efnaraunsóknastofu Norðurlands hækki um 200 þús. kr. Þá er lagt til, að styrkur til rannsóknastöðvarinnar Kötlu á Víkurbakka hækki um 50 þús. kr., en framlag til laxastiga í Laxá í Þingeyjarsýslu lækki um 35 millj. kr. og verður þá 40 millj. kr. Gerð er till. um að styrkur til félagssamtakanna Landverndar hækki um 200 þús. kr. Næst koma till. er varða sjútvrn.

Lagt er til að veitt verði framlag til Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins 5 millj. kr., vegna kaupa á tilraunaverksmiðju sem ætluð er til frekari athuguna á nýtingu á slógi og öðru sjávarfangi og prófa nýja vinnslutækni á því sviði. — Þá er till. um að sértekjur Framleiðslueftirlits sjávarafurða verði hækkaðar um 5 millj. kr. með hækkaðri þjónustugjaldskrá. — Lagt er til að framlag til sjóvinnunámskeiða hækki um 700 þú s. kr. og verði 3.2 millj, kr.

Þá eru till. sem varða dóms- og kirkjumrn. Lagt er til að ætla 15 millj. kr. til þess að mæta kostnaði við ráðningu nýrra starfsmanna á sviði dóm- og löggæslu. Sótt var um allmikla fjölgun starfsmanna á þessu sviði og gafst n. ekki tími til að kanna þær þarfir til hlítar, enda liggur fyrir að gera sérstaka könnun á þörfum og skipulagi löggæslunnar í landinu og mun n. beita sér fyrir því, að þeirri vinnu verði hraðað eftir föngum. — Þá er till. um, að sértekjur Landhelgisgæslunnar verði hækkaðar um 40.5 millj. kr., sem eru auknar þjónustutekjur. Einnig er rekstur á varðskipinu Albert felldur niður, 109.5 millj. kr., og áformað er að selja það. — Þá er till. um að lækka framlag til byggingar ríkisfangelsa um 25 millj. kr.

Till. er um að framlag til Kirkjuþings hækki um 2 millj. kr. og álag vegna afhendingar kirkna hækki um 1 millj. kr. — Þá er lagt til að inn komi nýr liður: Til dómprófastsembættisins í Reykjavík, vegna skrifstofurekstrar, að upphæð 700 þús. kr.

Þá koma till. sem varða félmrn.

Framkvæmd áætlunar um opinberan stuðning við samtök vinnumarkaðarins vegna hagræðingarstarfsemi, 7.6 millj. kr., fellur niður, en breytt orðalag liðarins 0110 verður: Hagdeildir ASÍ, Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambands SÍS og liðurinn hækkar um 1 millj. kr. — Bygging orlofsheimila verkalýðssamtakanna hækkar um 2 millj. kr., úr 8 millj. í 10 millj. kr. — Til ASÍ vegna alþýðuorlofs fellur niður, en Menningar- og fræðslusamband alþýðu hækkar úr 3 millj. kr. í 3.5 millj. og Félagsmálaskóli alþýðu úr 1.3 millj. í 3 millj. kr. — Styrkur til Iðnnemasambands Íslands hækkar um 100 þús. kr. — Liðirnir til Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og til Landssambands verslunarmanna falla niður en nýr liður bætist við undir fjmrn.: Til samtaka opinberra starfsmanna 500 þús. kr. — Bætt er við nýjum lið: Til Alþýðusambands Íslands vegna norræna verkalýðsskólans í Genf, framlag Íslands til móts við framlag annarra Norðurlanda, 500 þús. kr. Aðrir liðir eru óbreyttir.

Ýmis viðfangsefni: Inn er tekinn nýr liður: Til ýmissa barnaheimila og hæla 6 millj. kr., í staðinn fyrir sérstaka liði: barnaheimilin Sólheimar, Skálatún, Tjaldanesheimilið og Styrktarfélag vangefinna, dagheimili, sem falla út. — Félagið Heyrnarhjálp og Geðverndarfélag Íslands hækka um samtals 300 þús, kr., SÍBS og Sjálfsbjörg einnig um 300 þús. kr. — Slysavarnafélag Íslands er lækkað frá frv. um 2 millj. 520 þús. kr., í 25 millj., en inn er tekinn nýr liður: Slysavarnafélag Íslands vegna tilkynningarskyldu skipa 13 millj. 350 þús. kr., sem er áætlaður kostnaður Slysavarnafélagins við tilkynningarskylduna sem félagið annast. Samtals verður fjárveiting til Slysavarnafélags Íslands 38 millj. 350 þús. kr. — Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hækkar um 3.8 millj. kr., þar af byggingarstyrkur um 3 millj. vegna stækkunar á endurhæfingarstöðinni við Háaleitisbraut. — Sömuleiðis hækkar byggingarstyrkur til Sjálfsbjargar um 2 millj. vegna stækkunar á húsnæði í Hátúni, og Styrktarsjóður fatlaðra, sem einkum hefur gengið til Sjálfsbjargar, hækkar um 2 millj. kr. — Liðirnir: Til hjálpar nauðstöddum Íslendingum erlendis, að upphæð 150 þús, kr., og: Til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra vegna sérnáms, að upphæð 50 þús., falla út. — Byggingarstyrkur til Geðverndarfélags Íslands hækkar um 500 þús. kr. — Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra hækkar um 100 þús. kr.

Þá kemur að till. um heilbr.- og trmrn. Þessar breytingar er lagt til að gera frá því sem var við 2. umr.:

Tryggingastofnun ríkisins hækkar úr 30 milljörðum 106 þús. kr. í 33 milljarða 496 millj. kr. — Þá er bætt við nýjum lið: 310 Ríkisspítalar og heilsugæslustöðvar, og eru ætlaðar 125 millj. kr. á þeim lið til launa vegna nýrra staða sem metnar verða síðar. Ekki hefur verið gengið frá ákvörðunum um það sem þarf af nýjum stöðum við deildir sem settar eru í gang á heilsugæslustöðvum og ríkisspítölum og verður það gert síðar. — Liðurinn 371 Landsspítalinn er lækkaður um 2 millj. kr. á liðnum gjaldfærður stofnkostnaður og er lífi heild 440 millj. 400 þús. — Nýr liður bætist við: Kristneshæli, en það er gjaldfærður stofnkostnaður 2 millj. kr., ætlaður til hönnunar dagheimilis fyrir börn starfsfólks stofnunarinnar. — Til sjúkrahúsa og læknisbústaða bætast við tvö ný viðfangsefni. Í fyrsta lagi viðfangsefni við Grensásdeild Borgarspítala endurhæfingarsundlaug, 20 millj. kr., sem skal vera framlag ríkisins gegn jafnháu framlagi annars staðar að til byggingar endurhæfingarsundlaugar, eins og ég sagði áðan, enda samþykki fjvn. gerð mannvirkisins. — Þá er það í öðru lagi viðfangsefni á þessum lið: DAS-Hrafnista, Hafnarfirði, 50 millj. kr. byggingarstyrkur vegna stofnkostnaðar sjúkradeildar samkv. reglum sem heilbrrh. setur.

— Þá er það liðurinn ýmis heilbrigðismál. Á þeim lið hækkar viðfangsefni 109 Krabbameinsfélag Íslands og verður 25 millj. kr. í stað 23 millj. 316 þús., eða hækkun um 1 millj. 684 þús. kr. — Nýtt viðfangsefni bætist við Gæsluvistarsjóð: Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið 3 millj. kr., og hækkar liðurinn til Gæsluvistarsjóðs í samræmi við það. — Þá hækkar og framlag til Stórstúku Íslands úr 2.4 millj. í 3 millj, kr.

Við fjmrn. eru þær brtt., sem n. leggur til, að uppbætur á lífeyri lækki úr 2 milljörðum 90 millj. og 925 þú s. kr. og verði 1 milljarður 890 millj. 925 þús. kr., enda hafi verið áætlað riflega við frumáætlanagerð vegna þessa fjárlagaliðar. — Liðurinn Styrktarfé og ýmis eftirlaun, embættismenn, breytist á þá lund að í stað 22 millj. 760 þús. kr. í frv. kemur 32 millj. 420 þús. kr., en bent er á mistök sem hafa átt sér stað við afgreiðslu þessa liðar. Í prentuðu þskj. stendur þar heildartalan 32 millj. 120 þús. kr., en skal vera 32 millj. 420 þús. kr. og framlag til Salbjargar K. Aradóttur fyrrv. starfsmanns Alþingis skal vera 450 þús. kr., en ekki 150 þús. kr., eins og prentað var. Að öðru leyti er vísað til lista á þskj. — Liðurinn Styrktarfé og ýmis eftirlaun, ekkjur. Fyrir 15 millj. 800 þús. kemur 20 millj. 140 þús. kr. — Lækkað er framlag til liðarins 481 Útgjöld samkv. sérstökum lögum og heimildarlögum úr 150 millj. kr. í 100 millj. kr. — Þá kemur nýr liður 989, sem heitir: Vegna launamála með 11 milljarða 414 millj. kr., en fé þessu verður síðan deilt á milli hinna ýmsu stofnana sem hafa verið vanáætluð launagjöld vegna nýlegra kjarasamninga opinberra starfsmanna. — Viðfangsefni á lið 999 breytist á þann veg, að óvíss útgjöld lækka úr 900 millj. kr. í frv. í 500 millj. kr. — Þá bætist við nýtt viðfangsefni: Til samtaka opinberra starfsmanna 500 þús. kr.

Að því er varðar Vegagerðina, þá er það helsta breytingin að niðurstöðutala á þeim fjárlagalið lækkar um 300 millj. kr. Er það í samræmi við það sem ég sagði áður um lækkun á bensíngjaldi og þungaskatti. Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þann lið, hann verður ræddur hér sérstaklega síðar í sambandi við vegáætlunina. Hins vegar er sundurliðun á þskj. sem menn geta áttað sig á.

Undir Flugmálastjórn kemur liður sem verið hefur á fjárl. undanfarin ár, en féll niður í frv. til fjárl. 1978. Það er 1 millj. kr. viðbót við liðinn og skal varíð í styrk til Flugmálafélags Íslands. Við lið 651 Ferðamál bætist nýr liður, þ.e. laun 11.7 millj. kr., sem er áætlaður launaliður Ferðamálaráðs og Ferðamálasjóðs. Ég sé ekki ástæðu til að skýra það frekar. Frá því er skýrt í grg. með fjárlagafrv., að væntanlegar séu lagabreytingar sem varða ferðamál. og er því nokkuð á reiki hvernig þessu verður háttað og lýsi ég því ekki frekar hér.

Við iðnrn.:

Liðurinn 207 Til eftirmenntunar í iðju og iðnaði er óbreyttur frá því sem er í fjárlagafrv., 12 millj. kr., en eftirfarandi skipting er gerð á viðfangsefninu: Til eftirmenntunar í rafiðnaði 6 millj., eftirmenntunar f málmiðnaði 3 millj. og til eftirmenntunar í ýmsum iðngreinum, sem skal skipt af iðnrn„ 3 millj. kr. — Liðurinn 301

Orkustofnun breytist á eftirfarandi hátt: Laun verða 378 millj. 604 þús. í stað 403 millj. 604 þús. kr. Önnur rekstrargjöld verða 397 millj. 816 þús. í stað 422 millj. 816 þús. kr. — Liðurinn Orkusjóður verður 2 milljarðar 75 millj. kr. í stað 2 milljarða 175 millj. kr. Breytingar á viðfangsefnum Orkusjóðs verða þær, að liðurinn 0105 orðast svo: Lán til jarðhitaleitar 300 millj. kr., og nýr liður bætist við og orðast svo: Lán til hitaveituframkvæmda 250 millj. kr.

Þá er viðskrn.

Liðurinn: Niðurgreiðslur á vöruverði verður 6 milljarðar 831 millj. kr. í stað 6 milljarða 531 millj. kr.

Við fjárlaga- og hagsýslustofnun.

Liðurinn Ýmis lán ríkissjóðs hækkar vegna vaxta í 3 milljarða 392 millj. 648 þús. kr. úr 3 milljörðum 311 millj. 229 þús. kr. og vegna lánahreyfinga út í 4 milljarða 515 millj. 291 þús. kr. úr 4 milljörðum 298 millj. 297 þús. kr.

Ég hygg að ég hafi þá farið yfir helstu breytingar sem lagt er til að gera á útgjaldalið fjárlagafrv., að öðru leyti en því sem kemur fram á þskj. sem ég hef ekki við höndina og mun verða gerð nánari grein fyrir síðar.

Brtt. þær, sem meiri bl. fjvn. hefur gert á tekjuhlið fjárlagafrv. eru á ýmsum stöðum, en ég minnist aðeins á þær, sem eru veigamestar.

Lánahreyfingar inn verða 3 milljarðar og 100 millj. kr. í stað 2 milljarðar áður, hækka um 1100 millj. kr. Erlend lán lækka hins vegar úr 6 milljörðum 188 millj. kr. í 4 milljarða 866 millj. kr. Þá kemur inn nýr liður: Skyldusparnaður, sem er 1 milljarður kr.

Þetta eru veigamestu breytingarnar sem verða á tekjuhlið frv., að öðru leyti en því, að innflutningsgjald af bensíni lækkar, eins og áður sagði, úr 4 milljörðum 660 millj, kr. í 4 milljarða 460 millj. kr. — Þá fellur niður liður sem ráðgerður var á tekjuöfluninni: Jöfnunargjald af sælgæti og brauðvörum 200 millj, kr., sem er á bls. 2. — Hér verður aftur sú breyting við sérstakt vörugjald, svokallað tappagjald, að fyrir 282 millj. kr. koma 425 millj. kr. og er það hækkun frá endurskoðaðri upphæð um 105 millj. kr. Áætlað er að 45 millj. af þeirri upphæð gangi til Styrktarsjóðs vangefinna. — Þá er veruleg hækkun sem verður á liðnum: Rekstrarhagnaður ÁTVR, fyrir 9804 millj, koma 11300 millj. Er gert ráð fyrir því í þessum áætlunum, að verð á áfengi og tóbaki geti hækkað um á milli 15 og 20%. Er þessi tala að sjálfsögðu áætlunartala, en er talin vera í samræmi við þessar tölur. — Eins og ég sagði áðan, tel ég þetta vera veigamestu breytingarnar og hirði ekki um að ræða það frekar nema sérstakt tilefni gefist til.

Ég vil geta þess, að n. hefur ekki unnist tími til að kanna kjaramál hjúkrunarnema sérstaklega, þar sem erindi um það barst seint til n. og orkaði tvímælis. Það mál verður athugað betur síðar, og ef til greiðslu kemur. þá er fjárupphæð á lið fjmrn. sem nota má til greiðslu í því skyni.

Verði þessar till. fjvn. og meiri hl. samþykktar munu heildarútgjöld ríkissjóðs nema um 138 1/2 milljarði kr. Tekjur ríkissjóðs munu nema um 139 1/2 milljarði kr. Tekjur umfram gjöld nema því um 1020 millj. kr., halli á lánahreyfingum er nm 670 millj. kr. og greiðsluafgangur um 350 millj. kr.

Þá vil ég aðeins koma hér að þeim breytingum sem fjvn. leggur til að gerðar verði á heimildagrein svokallaðri, 6. gr.

Lagt er til að XXVIII. lið verði breytt í þessa átt: Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjald og söluskatt af eldsneytisaflstöðvum Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða. Er þetta vegna þess að líklegt er og nærri því víst, að Orkubú Vestfjarða tekur til starfa um næstu áramót og þarf þess vegna á þessari heimild að halda að því leyti til sem það tekur við verkefnum frá Rafmagnsveitum ríkisins.

Þá eru till, um nýjar heimildir:

1. Að selja eignarhluta ríkisins í fasteigninni? Digranesvegi 12 í Kópavogi og verja söluandvirðinu til kaupa á hluta af fasteigninni Fannborg 7–9, Kópavogi, fyrir heilsugæslustöð, enda leggi Kópavogskaupstaður sinn eignarhluta í húsinu fram sem framlag til húsnæðiskaupa í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu.

2. Að ábyrgjast lán allt að 80 millj. kr. vegna kaupa eða smiði á nýrri Hríseyjarferju.

3. Að endurgreiða söluskatt af innfluttum sjúkrabifreiðum í tollnúmeri 87.02.43 svo og af ökutækjum, sem þegar eftir tollafgreiðslu verður breytt í sjúkrabifreiðar. Fjmrn. setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

4. Að endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af sérbúnaði og tækjum til bifreiða sem þegar eftir tollafgreiðslu verður breytt i sjúkrabifreiðar. Fjmrn. setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

5. Að endurgreiða þinglýsingar- og stimpilgjald vegna kaupa á Freyju RE-38.

6. Að endurgreiða þinglýsingar- og stimpilgjald vegna kaupa á m/s Akraborg.

7. Lagt er til að XX. Liður í fjárlagafrv. orðist svo: Að endurgreiða söluskatt af pípuorgelum sem keypt hafa verið fyrir Garðakirkju, Mosfellskirkju, Landakirkju og Stórólfshvolskirkju.

8. Að endurgreiða tekjuskatt af verðlaunafé Boris Spassky og Vlastimils Hort vegna skákeinvígis þeirra í Reykjavík 1977.

9. XVII. liður í 6, gr. fjárlagafrv. orðist svo: Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af efni til stofnlina fyrir 132 kw spennu og hærri, svo og af rafbúnaði í tilheyrandi útivirki og aðveitustöðvar. Fjmrn. setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

10. Lagt er til að XXXVIII. liður í 6. gr, fjárlagafrv. breytist á þessa lund: Að gefa út fyrir hönd ríkissjóðs til sölu innanlands ríkisskuldabréf eða spariskírteini að fjárhæð allt að 3100 millj. kr.

11. Lagt er til að XL. liður breytist á þessa leið: Að stofna til tímabundins yfirdráttar á aðalviðskiptareikningi ríkissjóðs í Seðlabankanum á árinu 1978 vegna árstíðabundinna sveiflna í fjármálum ríkisins og semja um, ef með þarf, greiðslu yfirdráttarskuldar, eins og hún verður um áramótin 1977–1978, og um lánskjör.

12. Till. er um að XLIII. lið í 6. gr. fjárlagafrv. verði breytt á þennan hátt: Að taka lán vegna kaupa á fasteign nr. 57 við Auðbrekku í Kópavogi til afnota fyrir embætti bæjarfógeta i Kópavogi.

13. Að selja sendiherrabústaðinn í New York og verja söluandvirðinu til kaupa á hentugra húsnæði í staðinn og taka i því sambandi lán til 10 ára að fjárhæð allt að U.S. $ 210 000.

14. Að selja eignarhluta ríkisins í fasteignunum Þórustíg 7, Njarðvíkurkaupstað, og Bókhlöðustíg 4, Stykkishólmi.

15. Að festa kaup á veggmyndum í vinnustofu Jóhannesar S. Kjarvals listmálara að Austurstræti 12, Reykjavík, og taka nauðsynleg lán í því sambandi.

16. Að endurgreiða þinglýsingargjöld af afsali fyrir b/v Lárus Sveinsson SH-126, sem keyptur var frá Frakklandi á árinu 1977.

17. Að ábyrgjast lán allt að 30 millj. kr, vegna byggingar orlofsheimila á vegum Bandalags háskólamanna.

18. Að endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af efni til dísilstöðvar, aðveitustöðvar og orkuflutningsveitu fyrir Vestmannaeyjakaupstað.

19. Að taka lán allt að 170 millj, kr. vegna breytinga og endurbóta á r/s Baldri.

20. Að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af þrýstivatnspípum vegna Elliðaárstöðvarinnar í Reykjavík.

21. Að festa kaup á Fiskræktarstöðinni við Grafarlæk til afnota fyrir Tilraunastöð háskólans í meinafræðum að Keldum og taka til þess nauðsynleg lán.

22. Að semja um og bæta tjón vegna fisksjúkdóma og taka til þess nauðsynleg lán.

23. Að heimila Hafnabótasjóði að taka lán til að mæta skaða af sjógangi sem orðið hefur við suðurströnd landsins. — Í sambandi við þessa till. vil ég taka það fram, að þótt hér sé lántökuheimildin bundin víð Hafnabótasjóð er það fyrir þá sök, að þegar hafa verið kannaðar skemmdir sem hafa orðið í stórum stíl á sjóvarnargörðum allt frá Grindavík og austur um með suðurströndinni og austur að Hornafirði. Aðrir skaðar, sem orðið hafa, hafa enn ekki verið kannaðir að fullu og ekki er séð að hve miklu leyti viðlagatrygging kemur inn til að bæta það mál. Mun því ríkisstj. taka það mál til athugunar síðar.

24. Að heimila Hafnarbótasjóði að taka lán allt að 50 millj. kr. til að létta greiðslubyrði hafnarsjóða af lánum samkv. reglum sjóðsins. Ráðh. skal gera till. til fjvn. um skiptingu fjárins og skal við skiptinguna hafa hliðsjón af tekjum og gjöldum hafnarsjóðs, framlagi sveitarfélaga til hafnarsjóðs, fólksfjölda og öðrum þeim atriðum sem áhrif hafa á greiðslugetu hafnarsjóðsins.

Áður en ég lýk máli mínu vil ég geta þess, að ég hef ekki farið sérstaklega yfir lánsfjáráætlun ríkisstj., en ég vænti þess, að það verði gert hér af hæstv. fjmrh. Ég vil aðeins geta þess, að fjvn. hefur samræmt lánsfjáráætlun og fjárlagafrv.

Herra forseti. Ég hef þá lokið að gera grein fyrir þeim brtt., sem fjvn. leggur fram að þessu sinni, og hef lokið máli mínu.