20.12.1977
Efri deild: 50. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1697 í B-deild Alþingistíðinda. (1387)

139. mál, vörugjald

Forsrh. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Ég tel að gagnrýni hv. 5. þm. Austurl., Halldórs Ásgrímssonar, formanns fjh: og viðskn., hafi við rök að styðjast og vil af því tilefni sérstaklega tjá þakkir mínar og annarra ráðh. til n. og raunar annarra n. þessarar þd. fyrir góð störf, skilning og umburðarlyndi gagnvart starfsaðstæðum nú á síðustu dögum þingsins. Við þekkjum það raunar þm. frá fyrri dögum og fyrri reynslu, að svona vill það gjarnan verða, þótt við heitum oft að bæta ráð okkar. Engu að síður skal það heit enn á ný gefið.