21.12.1977
Sameinað þing: 35. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1719 í B-deild Alþingistíðinda. (1425)

1. mál, fjárlög 1978

Garðar Sigurðsson:

Herra forseti. Ég er þeirrar skoðunar, að launafólk eigi að geta treyst því, að á gildistíma kjarasamninga verði ekki breytingar á launagreiðslu því í óhag, nema um það hafi verið samið. Sú sérstaka greiðsla til varðskipsmanna, sem hér er um að ræða, hefur verið við lýði um alllangt skeið, og ég tel óheiðarlegt að fella hana niður nema í sambandi við gerð kjarasamninga, þannig að viðkomandi aðilum sé ljóst út frá hvaða stöðu í kjaramálum sé samið.

Ég tel, að Alþ. geti ekki vikið sér undan að taka ákvörðun í þessu máli nú, og segi því já.