21.12.1977
Sameinað þing: 35. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1720 í B-deild Alþingistíðinda. (1430)

1. mál, fjárlög 1978

Stefán Jónsson:

Herra forseti. Ég fellst ekki á þá skoðun, að hér sé um að ræða neins konar sýndarmennsku í þessum tillöguflutningi eða óraunsæjan óskalista. Ég tel að í þessari till. felist hvöss gagnrýni á duglausa ríkisstj. sem hefur látið hjá líða að sjá farborða heilbrigðismálum á Reykjavíkursvæðinu. Ég tel að hér sé nm að ræða kröfur um úrbætur sem snertir miklu, miklu fleiri landsmenn en þá, sem búa á Reykjavíkursvæðinu, að hér sé um að ræða þjóðarheill, og segi því já.