21.12.1977
Sameinað þing: 35. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1722 í B-deild Alþingistíðinda. (1438)

1. mál, fjárlög 1978

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki sérstakur áhugamaður um að kaupa þetta hús og ég gæti hugsað mér æskilegra aðsetur fyrir rn. Ég er þó ekki viss um að kaupverðið sé ríkinu mjög óhagkvæmt, og þessi húseign gæti orðið ríkinu nothæf fyrir eina eða aðra ríkisstofnun. Hins vegar eru umr. um þessi húsakaup og andstaða við þau hér á Alþ. nákvæmlega samkv, lögmáli Parkinsons. Menn andmæla hástöfum þessari fjármálaráðstöfun, þessari heimild til fjárfestingar upp á 260 millj, kr. Svo eru menn sem standa að og samþykkja eitt og annað, sem orkar meira tvímælis, t.d. eins og ráðleysisframkvæmdir uppi á Grundartanga, en samkv. lánsfjáráætlun er gengið út frá því, að heildarfjárfesting þar verði 8 milljarðar á árinu 1978. Þess vegna sé ég ekki ástæðu til að standa gegn því að ríkisstj. fái þessa heimild. Ég segi nei, því að hvað varðar okkur um einn blóðmörskepp í sláturtíðinni?