23.01.1978
Sameinað þing: 37. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1725 í B-deild Alþingistíðinda. (1449)

Gosið á Heimaey

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Eftirfarandi bréf hefur mér borist frá bæjarstjórn Vestmannaeyja:

„Alþingi Íslands.

Vestmannaeyjum, 23. jan. 1978. Í dag, 23. janúar, eru liðin 5 ár frá því að gos hófst hér á Heimaey. Á þessum tímamótum vill bæjarstjórn Vestmannaeyja minnast þeirra mörgu, sem lögðu á sig mikið og ósérhlífð starf í þágu Vestmannaeyinga og á margan annan hátt greiddu götu þeirra meðan á gosinu stóð.

Hjálagt sendist yður upphleypt kort af Heimaey, eins og hún var í sept. 1973, að gosi loknu. Með því vill bæjarstjórnin koma þakklæti sínu á framfæri, þótt vitað sé að aldrei verði þeim fullþakkað sem lögðu hönd á plóginn.

F.h. bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

Páll Zóphóníasson,

bæjarstjóri.“