23.01.1978
Sameinað þing: 37. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1729 í B-deild Alþingistíðinda. (1457)

Umræður utan dagskrár

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Ég er ekki við því búinn hér og nú að veita svör við þeim fsp. sem hv. þm. Sighvatur Björgvinsson bar hér fram. Ég hef ekki þær upplýsingar, sem hann bað um, á takteinum. Auk þess tel ég tæpast rétt að gefa slíkar upplýsingar nema að höfðu samráði við þá stofnun, sem hér á í hlut, Landsbanka Íslands. Ég mun hins vegar í stað koma þessum fsp, hv. þm. á framfæri við stjórnendur Landsbankans, landsbankastjórn og bankaráð, og óska þess, að þessir aðilar gefi þær upplýsingar sem þeir telja unnt að láta í té, Ég mun síðan birta hv. Alþ. skýrslu um þær jafnskjótt og þær hafa mér í hendur borist. Ég tel mjög eðlilegt að Alþ. vilji fylgjast með vissri hlið a.m.k. þessa máls, Það er þannig samkv. okkar stjórnlögum, að fjárstjórnarvaldið er í höndum Alþ., og þegar um er að ræða sjálfstæðar ríkisstofnanir, sem fara með í raun og veru veigamikinn þátt af fjárstjórnarvaldinu, þá eru þær að vísu ekki teknar upp í fjárfög, eins og allir hv. þm. vita, en sá háttur er hafður á, að Alþ. á að hafa sérstaka aðstöðu tif þess að fylgjast með rekstri og málum þessara stofnana. Og það hefur verið gert um langa hríð nú með þeim hætti, að Alþ. kýs bankaráð og endurskoðendur.

Hvort ákvæði, sem bankaráðin lúta, eru að einhverju leyti úrelt orðin skal ég ekki taka til umr. hér. En ég tel að það geti verið eðlilegt, að ákvæðum um stjórn banka þurfi að breyta eftir því sem þörf krefur. Aðalatriðið er að þær reglur séu á þá fund, að það sé í raun og veru Alþ., sem hefur fullkomið færi á að fylgjast með þessum veigamiklu fjármálastofnunum íslenska ríkisins. En ég sé ekki á þessu stigi og að svo vöxnu máli ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta mál, en mun láta slíkt bíða þess, að ég get gefið þá skýrslu sem ég drap á áðan að ég mundi óska eftir að fá frá stjórnendum Landsbankans.

En í sambandi við þá fsp., sem hv. þm, bar fram, hvort vænta mætti frv. um nýja baukalöggjöf, þá vil ég segja það, að á næstu dögum mun verða útbýtt hér frv, til heildarbankalaga fyrir viðskiptabanka ríkisins. Það frv, var að sjálfsögðu samið áður en þetta sérstaka mál kom til og það hefur þess vegna ekki á neinn hátt orðið tilefni til þess frv, og það frv, er ekki sérstaklega við það miðað á neinn hátt. Án þess að ég fari nú að halda nokkra framsögu fyrir því frv., en læt það bíða þess tíma, að það verði lagt hér fram, þá get ég upplýst það, að í þessu frv, eru mun ítarlegri ákvæði um endurskoðun heldur en eru í núgildandi einstökum bankalögum, Jafnframt vil ég upplýsa það, að í þessu frv. er heimild fyrir bankaráð hvers banka til þess að ráða sérstakan starfsmann, sem sé starfsmaður þess, hafi aðgang og heimild til þess að fylgjast með öllu, er hann kýs í rekstri bankans, eftir reglum sem bankaráðið setur. Ég tel að þessi ákvæði séu til bóta, þó að ég ætli ekki, eins og ég sagði áðan, að fara að hafa uppi neinn málflutning fyrir því ákvæði hér. Að sjálfsögðu er það svo, að það er takmarkað hvað bankaráð hafa í reynd getað fylgst með rekstri banka að undanförnu a.m.k., eftir að bankastarfsemin varð svo mikil sem nú er.

Ég vil ekki blanda inn í þessar umr. Alþýðubankamáli. Ég mun alveg á næstunni leggja hér fyrir Alþingi skýrslu um stöðu dómsmála. Þar verður einmitt vikið að þessu máli, og ég kýs frekar í sambandi við það að gera grein fyrir stöðu þess.