24.01.1978
Sameinað þing: 38. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1736 í B-deild Alþingistíðinda. (1464)

315. mál, raforka til graskögglaframleiðslu

Fyrirspyrjandi (Stefán Jónsson):

Herra forseti. Ég hakka hæstv. ráðh. svör hans, hafði að vísu vænst þess að fá ítarlegri svör við seinni fsp., sem fram kom á þskj. 58. Svo hefur nú farið, að undirbúningi þessara mála hefur ekki verið flýtt meira en fram kom í ræðu hæstv, ráðh., að enn er ekki lokið undirbúningi þeirra ráðstafana sem ætlunin er að gera til þess að tryggja aðstöðu verksmiðjanna gagnvart erlendri undirboðssamkeppni, Það er náttúrlega lýðum ljóst, að hugmyndirnar um sérstakan skatt á innlendan fóðurbæti hafa blandast inn í umr. um verðlagsmál landbúnaðarins yfirleitt, sem eru í hinum megnasta ólestri vegna slælegrar frammistöðu ríkisstj. og þá náttúrlega hæstv. landbrh. fyrst og fremst.

Fyrirætlun um notkun þess skatts til að greiða niður verð á innlendum fóðurbæti, til þess að bæta aðstöðu innlends fóðurbætis í samkeppninni við erlendan fóðurbæti niðurgreiddan, blandaðist inn í aðrar fyrirætlanir af hálfu hins opinbera um að nota fóðurhætisskatt til þess að draga úr framleiðslu á landbúnaðarafurðum, og þar mun nú hnífurinn standa í kúnni að verulegu leyti.

Það kemur fram hjá hæstv. ráðh., að að því er miðað að grænfóðurverksmiðjurnar eða graskögglaverksmiðjurnar fái raforku á hagstæðara verði heldur en nú er. Nær náttúrlega ekki nokkurri átt að verksmiðjur þessar, sem nota rafmagnið á heim tíma þegar næg umframorka er, þurfi að greiða þessa orku, sem ekki er markaður fyrir að öðru leyti á þessum tíma, á hærra verði en t.d. aðilar erlendrar stóriðju þurfa að greiða fyrir orkuna hér á landi.

Ég hygg að menn séu sammála um það, að nauðsynlegt sé. eins og hæstv. ráðh. tók fram sem sína skoðun skilmerkilega, að tryggja það að erlendur fóðurbætisinnflutningur á undirboðsverði — þetta fyrirbæri: umframframleiðsla á korni erlendis — kippi ekki stoðum undan framframleiðslu á innlendu kjarnfóðri sem við vitum af reynslu að er samkeppnisfært við eðlilegar aðstæður bæði um verð og gæði.

Ég er ráðh. þakklátur fyrir að hann skyldi ekki láta sitja við það að flytja okkur hér ófullnægjandi svar varðandi niðurstöður af rannsóknum á fóðurgildi innlendra grasköggla, heldur æskti eftir upplýsingum sem gætu orðið efni í gildara, marktækara svar um þessi mál. Nú það er alkunna, að reynsla bænda af graskögglunum hefur verið góð. Það hefur fóðrast af þeim, segja þeir, betur en af erlenda kjarnfóðrinu, hvort sem það stafar af því, að kögglarnir séu reyndar betra og kjarnmeira fóður að efnasamsetningu, eða hvort það stafar af því beinlínis, að búféð, sem étur þá, sé svona miklu verra að sér í næringarefnafræði heldur en ýmsir sérfræðingar, — e.t.v. svipað og ýmsir okkar, sem þrífumst mjög vel af búfjárafurðum þrátt fyrir allt, eins og t.d. ég og hv. þm. nafni minn Valgeirsson, en það er annað mál. Ég er sem sagt þakklátur hæstv. ráðh. fyrir að ætla nú í senn að láta okkur fá haldgóðar upplýsingar um þessi mál, og hvað sjálfan mig snertir mun ég láta nægja skriflega skýrslu sem síðan er hægt að koma á framfæri.