24.01.1978
Sameinað þing: 38. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1750 í B-deild Alþingistíðinda. (1478)

333. mál, starfsemi Hafrannsóknarstofnunar

Fyrirspyrjandi (Pétur Sigurðsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins þakka hæstv. ráðh, fyrir greinagóð svör við fsp. mínum, jafnframt og harma verður að dregist hefur um langan tíma að skipið kæmist til að sinna þeim verkefnum sem ætluð voru fyrir það þegar ákveðið var að stofnunin fengi skipið til umráða. En sú spurning hlýtur að sjálfsögðu að vakna og mun verða athuguð af öðrum en hér hafa fjallað, hvort ekki hefði verið betra að selja þetta skip, eftir að fram hefðu farið á því nauðsynlegar aðgerðir eftir sjóorrustuna miklu, og láta byggja nýtt skip, þegar þess er og gætt, að nokkur vandkvæði munu vera á nýtingu a.m.k. eins þeirra skipa sem nú eru í notkun sem hafrannsóknaskip. — Ég endurtek þakkir mínar til ráðh.